Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2025 15:13 Tæknimenn í hlífðarbúningum að störfum eftir taugaeiturstilræði í Salisbury á Englandi árið 2018. AP/Frank Augstein Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar. Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar.
Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira