Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar 5. desember 2025 07:46 Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun