Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. desember 2025 20:39 Ársæll Guðmundsson hefur verið skólameistari Borgarholtsskóla í nær áratug. Vísir/Sammi Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira