Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 5. desember 2025 09:02 Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Á meðan sitja foreldrarnir heima hinum megin við símann og bíða eftir því að fá símtal um að loksins sé komið pláss fyrir barnið þeirra á leikskóla. Foreldrar barna með fötlun bíða eftir þjónustu sem þau eiga skýlausan lagalegan rétt á – þjónustu sem á að vera grundvallarstoð, ekki eitthvað sem hægt er að „komast í síðar“. Nú eru liðnar rúmlega tíu vikur af skólaárinu, en sértæk frístundaþjónusta fyrir fatlaða hefur enn ekki náð eðlilegum rekstri. Biðlistar á leikskólum lengjast stöðugt. Ég þekki fjölskyldur sem þurfa að endurraða vöktum, nýta frí, leita eftir aukavinnu og treysta á stuðning frá ömmum og öfum – allt til að halda daglegu lífi saman. Samt sem áður neitar bærinn foreldrum um heimagreiðslur vegna tekjutengingar, þrátt fyrir að geta ekki boðið lágmarksþjónustu, sem er leikskólapláss. Í núverandi efnahagsástandi þar sem allt hefur hækkað og lán eru óhagstæð er þessi útfærsla einfaldlega ekki raunhæf. Ef bæjarfélagið getur ekki tryggt leikskólapláss ber því að afnema tekjutengingu heimagreiðslna. Þetta er ekki lúxus – þetta er grunnforsenda þess að fjölskyldur geti lifað eðlilegu lífi. Þetta eru málin sem skipta okkur máli. Ekki lýsing í skrifstofuhúsnæði. Ekki parket. Ekki snagar. Ekki skemmtiatriði á árshátíð og ekki listaverk við Eldfellið. Heldur að börnin okkar fái þjónustu. Að fatlaðir einstaklingar fái það sem þeim er lofað. Að foreldrar í Vestmannaeyjum geti sinnt vinnu sinni án þess að þurfa stöðugt að vega og meta hvort kerfið standi með þeim eða móti þeim. Það er enginn að halda því fram að bærinn megi aldrei fegra umhverfi sitt – en þegar um er að ræða fjármuni bæjarbúa ber að sýna ábyrgð. Stjórnendur eru ekki að versla fyrir sjálfa sig; þeir eru að versla fyrir samfélagið allt. Við verðum að þora að ræða þessi mál, jafnvel þótt umræðan geti verið óþægileg. Ef þeir sem sjá að eitthvað er ekki í lagi þegja, hver á þá að stíga fram? Það má ekki vera þannig að fólk óttist gagnrýni eða ávirðingar fyrir að benda á það sem betur má fara. Vestmannaeyjabær þarf að endurskoða forgangsröðun sína. Börnin okkar og þeir sem þurfa mestan stuðning eiga ávallt að koma á undan nýjum innréttingum og útlitslagfæringum. Við erum ekki að biðja um neitt óraunhæft – aðeins að grunnþjónustan sé tryggð áður en ráðist er í fínheitin. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Á meðan sitja foreldrarnir heima hinum megin við símann og bíða eftir því að fá símtal um að loksins sé komið pláss fyrir barnið þeirra á leikskóla. Foreldrar barna með fötlun bíða eftir þjónustu sem þau eiga skýlausan lagalegan rétt á – þjónustu sem á að vera grundvallarstoð, ekki eitthvað sem hægt er að „komast í síðar“. Nú eru liðnar rúmlega tíu vikur af skólaárinu, en sértæk frístundaþjónusta fyrir fatlaða hefur enn ekki náð eðlilegum rekstri. Biðlistar á leikskólum lengjast stöðugt. Ég þekki fjölskyldur sem þurfa að endurraða vöktum, nýta frí, leita eftir aukavinnu og treysta á stuðning frá ömmum og öfum – allt til að halda daglegu lífi saman. Samt sem áður neitar bærinn foreldrum um heimagreiðslur vegna tekjutengingar, þrátt fyrir að geta ekki boðið lágmarksþjónustu, sem er leikskólapláss. Í núverandi efnahagsástandi þar sem allt hefur hækkað og lán eru óhagstæð er þessi útfærsla einfaldlega ekki raunhæf. Ef bæjarfélagið getur ekki tryggt leikskólapláss ber því að afnema tekjutengingu heimagreiðslna. Þetta er ekki lúxus – þetta er grunnforsenda þess að fjölskyldur geti lifað eðlilegu lífi. Þetta eru málin sem skipta okkur máli. Ekki lýsing í skrifstofuhúsnæði. Ekki parket. Ekki snagar. Ekki skemmtiatriði á árshátíð og ekki listaverk við Eldfellið. Heldur að börnin okkar fái þjónustu. Að fatlaðir einstaklingar fái það sem þeim er lofað. Að foreldrar í Vestmannaeyjum geti sinnt vinnu sinni án þess að þurfa stöðugt að vega og meta hvort kerfið standi með þeim eða móti þeim. Það er enginn að halda því fram að bærinn megi aldrei fegra umhverfi sitt – en þegar um er að ræða fjármuni bæjarbúa ber að sýna ábyrgð. Stjórnendur eru ekki að versla fyrir sjálfa sig; þeir eru að versla fyrir samfélagið allt. Við verðum að þora að ræða þessi mál, jafnvel þótt umræðan geti verið óþægileg. Ef þeir sem sjá að eitthvað er ekki í lagi þegja, hver á þá að stíga fram? Það má ekki vera þannig að fólk óttist gagnrýni eða ávirðingar fyrir að benda á það sem betur má fara. Vestmannaeyjabær þarf að endurskoða forgangsröðun sína. Börnin okkar og þeir sem þurfa mestan stuðning eiga ávallt að koma á undan nýjum innréttingum og útlitslagfæringum. Við erum ekki að biðja um neitt óraunhæft – aðeins að grunnþjónustan sé tryggð áður en ráðist er í fínheitin. Höfundur er smiður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun