Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 5. desember 2025 07:15 Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun