Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 5. desember 2025 10:04 Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun