Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson og skrifa 5. desember 2025 09:30 Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun