„Það er verið að setja Austurland í frost“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2025 13:01 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, er ómyrkur í máli um nýja samgönguáætlun. Hann segir Austurland sett í frost. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“ Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“
Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20