Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar 5. desember 2025 13:32 Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun