Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 14:54 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega. Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega.
Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira