Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 16:56 Guðmundur Ingi er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar. „Okkur er mjög brugðið yfir þessu. Þetta er ekki til þess að auka virðingu framhaldsskólastigsins,“ segir Helga Kristín Kolbeins, formaður Skólameistarafélags Íslands, um vendingar nýjustu daga. „Ég átta mig ekki á hvaða vegferð við erum á.“ Á miðvikudag fékk Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, þau skilaboð frá Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, að embætti hans yrði auglýst laust til umsóknar. Ársæll hefur bæði verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um breytingar á framhaldsskólakerfinu en komst einnig í fréttirnar í janúar þegar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Hann telur gagnrýnina vera ástæðuna fyrir breytingunum. Í svari ráðherrans segir hann Ársæl hafa verið fyrstan í röð framhaldsskólastjóra til að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst, ákvörðunin hefði ekkert með Ingu Sæland að gera. Árni Ólasson, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, fékk að heyra í útvarpsfréttum að til stæði að auglýsa stöðu hans. Guðmundur segir starfslok Ársæls og Andra vera vegna boðaðra umfangsmikilla breytinga á framhaldsskólastiginu. Meðal breytinga sem Guðmundur Ingi hefur lagt til á framhaldsskólakerfinu er stofnun svokallaðra svæðisskrifstofa. Ætlunin sé að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinsku. „Þessi neikvæða umræða sem hefur verið um framhaldsskólastigið frá því að þessar tillögur voru lagðar fram er ekki góð. Þær sýna alls ekki raunsanna mynd af framhaldsskólakerfinu,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið litlar sem engar upplýsingar um breytingarnar sem eru framundan. „Við vitum heldur ekkert hvað þau eru að gera eða hvernig þær eiga að bæta nám. Það eina sem er búið að segja okkur er að skólahúsin haldi sér og nöfnin á húsnum og einhver dagleg stjórn sem er ekkert búið að skilgreina í hvað felst. Talað sé um að námsbrautir séu afar ólíkar milli skóla en bendir Helga á að það hafi eitt sinn verið talið jákvætt að nemendur gætu valið um mismunandi námsbrautir eftir hvar áhugasvið þeirra lægi. Þá sé inntak allra áfanga það sama, jafnvel þótt lýsingin sé öðruvísi orðuð. Það sé skortur á menntasýn hjá ráðherranum. Skólameistarar íhugi stöðu sína Í kjölfar þess að Ársæli var tilkynnt um að staða hans yrði auglýst sendi stjórn Skólameistarafélags Íslands út ályktun og krafðist fundar með ráðherranum. Helga segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi orðið við fundinum. „Ég ber miklar vonir að sá fundur svari því sem við erum að spyrja okkur,“ segir hún. „Það er vísað í skipulagsbreytingar hjá þeim báðum, það hlýtur að vera komið ansi langt fyrst það er farið að segja upp fólki.“ Hún hyggst spyrja ráðherrann hvað felst í þessum breytingum og hvers vegna farið sé í þær. Ráðuneytið sagði að aðrar leiðir hefðu verið skoðaðar, annars vegar að sameina skóla og hins vegar halda kerfinu óbreyttu. „Þau sögðu að hinar tvær myndu ekki ganga en ég er ekki búin að sjá nein gögn um hvernig þessir kostir voru metnir. Það var bara að þetta gangi ekki.“ Helga ætlar að líka spyrja hver staða stjórnenda yrði í nýja kerfinu og um starfsöryggi skólameistara. Sem opinberir starfsmenn búi þau við afar lítið starfsöryggi. Hún viti til þess að aðrir skólameistarar séu að íhuga stöðu sína. „Hann má alveg gera þetta, en það er ekkert sem bannar honum að láta skólameistara njóta jafnvægis við aðra opinbera starfsmenn,“ segir Helga. „Okkur er umunað að menntun í landinu verði til fyrirmyndar og okkur er mjög annt um þetta unga fólk sem er í skólunum og byggir upp landið.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Okkur er mjög brugðið yfir þessu. Þetta er ekki til þess að auka virðingu framhaldsskólastigsins,“ segir Helga Kristín Kolbeins, formaður Skólameistarafélags Íslands, um vendingar nýjustu daga. „Ég átta mig ekki á hvaða vegferð við erum á.“ Á miðvikudag fékk Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, þau skilaboð frá Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, að embætti hans yrði auglýst laust til umsóknar. Ársæll hefur bæði verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um breytingar á framhaldsskólakerfinu en komst einnig í fréttirnar í janúar þegar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Hann telur gagnrýnina vera ástæðuna fyrir breytingunum. Í svari ráðherrans segir hann Ársæl hafa verið fyrstan í röð framhaldsskólastjóra til að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst, ákvörðunin hefði ekkert með Ingu Sæland að gera. Árni Ólasson, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, fékk að heyra í útvarpsfréttum að til stæði að auglýsa stöðu hans. Guðmundur segir starfslok Ársæls og Andra vera vegna boðaðra umfangsmikilla breytinga á framhaldsskólastiginu. Meðal breytinga sem Guðmundur Ingi hefur lagt til á framhaldsskólakerfinu er stofnun svokallaðra svæðisskrifstofa. Ætlunin sé að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinsku. „Þessi neikvæða umræða sem hefur verið um framhaldsskólastigið frá því að þessar tillögur voru lagðar fram er ekki góð. Þær sýna alls ekki raunsanna mynd af framhaldsskólakerfinu,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið litlar sem engar upplýsingar um breytingarnar sem eru framundan. „Við vitum heldur ekkert hvað þau eru að gera eða hvernig þær eiga að bæta nám. Það eina sem er búið að segja okkur er að skólahúsin haldi sér og nöfnin á húsnum og einhver dagleg stjórn sem er ekkert búið að skilgreina í hvað felst. Talað sé um að námsbrautir séu afar ólíkar milli skóla en bendir Helga á að það hafi eitt sinn verið talið jákvætt að nemendur gætu valið um mismunandi námsbrautir eftir hvar áhugasvið þeirra lægi. Þá sé inntak allra áfanga það sama, jafnvel þótt lýsingin sé öðruvísi orðuð. Það sé skortur á menntasýn hjá ráðherranum. Skólameistarar íhugi stöðu sína Í kjölfar þess að Ársæli var tilkynnt um að staða hans yrði auglýst sendi stjórn Skólameistarafélags Íslands út ályktun og krafðist fundar með ráðherranum. Helga segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi orðið við fundinum. „Ég ber miklar vonir að sá fundur svari því sem við erum að spyrja okkur,“ segir hún. „Það er vísað í skipulagsbreytingar hjá þeim báðum, það hlýtur að vera komið ansi langt fyrst það er farið að segja upp fólki.“ Hún hyggst spyrja ráðherrann hvað felst í þessum breytingum og hvers vegna farið sé í þær. Ráðuneytið sagði að aðrar leiðir hefðu verið skoðaðar, annars vegar að sameina skóla og hins vegar halda kerfinu óbreyttu. „Þau sögðu að hinar tvær myndu ekki ganga en ég er ekki búin að sjá nein gögn um hvernig þessir kostir voru metnir. Það var bara að þetta gangi ekki.“ Helga ætlar að líka spyrja hver staða stjórnenda yrði í nýja kerfinu og um starfsöryggi skólameistara. Sem opinberir starfsmenn búi þau við afar lítið starfsöryggi. Hún viti til þess að aðrir skólameistarar séu að íhuga stöðu sína. „Hann má alveg gera þetta, en það er ekkert sem bannar honum að láta skólameistara njóta jafnvægis við aðra opinbera starfsmenn,“ segir Helga. „Okkur er umunað að menntun í landinu verði til fyrirmyndar og okkur er mjög annt um þetta unga fólk sem er í skólunum og byggir upp landið.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira