Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 8. desember 2025 07:30 Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun