Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 15:03 Heimsmeistarabikarinn fyrir utan Hvíta húsið í Washington D.C. Getty/Michael Regan Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira