Lífið gjörbreytt Lovísa Arnardóttir skrifar 8. desember 2025 08:43 Guðmundur Felix Grétarsson lenti í slysi árið 1998 sem endaði með því að hann missti báða handleggi. Árið 2021 fékk hann svo grædda á sig nýja handleggi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina. Það eru samt sem áður ýmsar aukaverkanir og áhrif vegna aðgerðarinnar og lyfjanna sem hann er á. Sem dæmi fékk hann nýja mjöðm nýlega. „Ég þurfti að fá stálmjöðm,“ segir hann og að steralyfin sem hann taki, til að hafna ekki höndunum, fari illa í beinin. Hann hafi nokkrum sinnum þurft að fara á mjög sterkan steralyfjakúr og síðasta meðferð, í september, hafi farið illa með lærið og mjöðmina. „Ég er bara núna heima að jafna mig. Svolítið bólginn, það var svolítil blæðing undir, en þetta er bara svona standard aðgerð og svo verður maður bara farinn að hlaupa áður en maður veit af,“ segir Guðmundur Felix sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðmundur Felix segir ekki endilega farið að sjá fyrir endann á hans vegferð í tengslum við handaágræðsluna. Þetta hafi verið tilraunaaðgerð og aðgerðinni hafi fylgt áhætta. „Það var alveg díllinn að ég fengi kannski meiri lífsgæði, en það yrði styttra. Því að þetta eru ekki góð lyf sem maður er á til þess að vera á til lengdar,“ segir hann. Lífsgæðin eftir aðgerðina, í sjálfstæði til dæmis, geri allt þetta sannarlega þess virði. „Það sem ég get gert í dag, þó að ég sé takmarkaður að miðað við heilbrigða manneskju. Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður,“ segir hann og að andleg heilsa hans hafi einnig batnað verulega. Guðmundur Felix segir einnig frá því að hann hafi verið að stofna fyrirtæki í Frakklandi og sé með opnunarviðburð í byrjun janúar. „Það er innflutningur, dreifing, þjónusta og þjálfun á, á og á snjallkerfi fyrir heimilið frá Póllandi,“ segir hann og að hann sé núna loksins aftur að fara að gera það sem hann lærði að gera upprunalega fyrir mörgum árum síðan. Hann sé að koma að því með öðrum hætti en geti þó allavega gert eitthvað. „Ég var algerlega gagnslaus með engar hendur.“ Guðmundur Felix heldur áfram að taka steralyfin sem gangi út á að halda ónæmiskerfinu í skefjum. „Við lifum á tímum þar sem er alveg rosalega mikil þróun í öllum vísindum og til dæmis eftir viku þá ætla þau að byrja að setja mig á eitthvað nýtt lyf, sem ég fæ til að byrja með einu sinni, tvisvar í viku einhvern tíma og svo verður það niður í einu sinni í mánuði,“ segir hann og að það sé önnur kynslóð sömu lyfja. Þau eigi að ná betur utan um það sem hrjáir hann en lyfin sem hann hefur verið að fá. Guðmundur Felix er vongóður um að á næstu fimm til tíu árum verði komin enn betri lyf og hann vonast til þess að á einhverjum tímapunkti verði aukaverkanir ekki jafn miklar og erfiðar. Keyrir og er einn heima Hann segir að núna, fjórum árum eftir aðgerð, sé hann „miðað við venjulega handleggi“ enn mjög fatlaður og þurfi aðstoð við margt en miðað við hvað hann gerði áður sé lífið gjörbreytt. „ Fyrir aðgerðina þá keyrði ég fótstýrðan bíl með einhverjum breytingum. Nú þarf ég bara sjálfskiptan bíl sem ég get sett smá stöng á stýrið og ég keyrt,“ segir hann og að það sé auðveldlega hægt að gera þetta með litlum kostnaði á flesta bíla. Fyrir aðgerð hafi þetta verið afar kostnaðarsamt. Hann segir auk þess núna auðveldara að vera einn í nokkra daga. Konan hans hafi lífið getað farið frá honum áður. Hann segir fínhreyfingar þó ekki mjög miklar. „Ég get opnað og lokað báðum höndum, en hreyfingar á milli fingra, það gengur ekkert. Það er einn vísifingur sem ég get rétt úr, en annars fylgist þetta bara allt að.“ Bjuggust ekki við meiru en að hann hreyfði olnbogann Hann segir engan hafa búist við því að hann næði svona langt. „Þeir bjuggust ekki við að ég væri að fara að hreyfa neitt nema kannski olnbogann,“ segir hann og að það sé óvíst hvort hægt væri að gera eitthvað annað og meira næst. Hann segir þetta að miklu leyti þó snúast um viðmið og sjónarhorn. Miði hann við það sem hann gat áður sé árangurinn frábær en ef hann miðar við fullheilbrigða manneskju þá eigi hann langt eftir. Hann segir læknavísindin enn að læra á þessu. Á hverju ári fari hann til Lyon, þar sem aðgerðin var framkvæmd, í alls konar rannsóknir svo læknarnir geti fylgst með árangrinum og skráð hann. Reglulega séu svo birtar fræðigreinar um árangurinn. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Heilbrigðismál Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3. apríl 2024 09:06 Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. 14. janúar 2021 22:04 Guðmundur Felix léttur í lauginni Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn. 13. júní 2021 11:08 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Það eru samt sem áður ýmsar aukaverkanir og áhrif vegna aðgerðarinnar og lyfjanna sem hann er á. Sem dæmi fékk hann nýja mjöðm nýlega. „Ég þurfti að fá stálmjöðm,“ segir hann og að steralyfin sem hann taki, til að hafna ekki höndunum, fari illa í beinin. Hann hafi nokkrum sinnum þurft að fara á mjög sterkan steralyfjakúr og síðasta meðferð, í september, hafi farið illa með lærið og mjöðmina. „Ég er bara núna heima að jafna mig. Svolítið bólginn, það var svolítil blæðing undir, en þetta er bara svona standard aðgerð og svo verður maður bara farinn að hlaupa áður en maður veit af,“ segir Guðmundur Felix sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðmundur Felix segir ekki endilega farið að sjá fyrir endann á hans vegferð í tengslum við handaágræðsluna. Þetta hafi verið tilraunaaðgerð og aðgerðinni hafi fylgt áhætta. „Það var alveg díllinn að ég fengi kannski meiri lífsgæði, en það yrði styttra. Því að þetta eru ekki góð lyf sem maður er á til þess að vera á til lengdar,“ segir hann. Lífsgæðin eftir aðgerðina, í sjálfstæði til dæmis, geri allt þetta sannarlega þess virði. „Það sem ég get gert í dag, þó að ég sé takmarkaður að miðað við heilbrigða manneskju. Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður,“ segir hann og að andleg heilsa hans hafi einnig batnað verulega. Guðmundur Felix segir einnig frá því að hann hafi verið að stofna fyrirtæki í Frakklandi og sé með opnunarviðburð í byrjun janúar. „Það er innflutningur, dreifing, þjónusta og þjálfun á, á og á snjallkerfi fyrir heimilið frá Póllandi,“ segir hann og að hann sé núna loksins aftur að fara að gera það sem hann lærði að gera upprunalega fyrir mörgum árum síðan. Hann sé að koma að því með öðrum hætti en geti þó allavega gert eitthvað. „Ég var algerlega gagnslaus með engar hendur.“ Guðmundur Felix heldur áfram að taka steralyfin sem gangi út á að halda ónæmiskerfinu í skefjum. „Við lifum á tímum þar sem er alveg rosalega mikil þróun í öllum vísindum og til dæmis eftir viku þá ætla þau að byrja að setja mig á eitthvað nýtt lyf, sem ég fæ til að byrja með einu sinni, tvisvar í viku einhvern tíma og svo verður það niður í einu sinni í mánuði,“ segir hann og að það sé önnur kynslóð sömu lyfja. Þau eigi að ná betur utan um það sem hrjáir hann en lyfin sem hann hefur verið að fá. Guðmundur Felix er vongóður um að á næstu fimm til tíu árum verði komin enn betri lyf og hann vonast til þess að á einhverjum tímapunkti verði aukaverkanir ekki jafn miklar og erfiðar. Keyrir og er einn heima Hann segir að núna, fjórum árum eftir aðgerð, sé hann „miðað við venjulega handleggi“ enn mjög fatlaður og þurfi aðstoð við margt en miðað við hvað hann gerði áður sé lífið gjörbreytt. „ Fyrir aðgerðina þá keyrði ég fótstýrðan bíl með einhverjum breytingum. Nú þarf ég bara sjálfskiptan bíl sem ég get sett smá stöng á stýrið og ég keyrt,“ segir hann og að það sé auðveldlega hægt að gera þetta með litlum kostnaði á flesta bíla. Fyrir aðgerð hafi þetta verið afar kostnaðarsamt. Hann segir auk þess núna auðveldara að vera einn í nokkra daga. Konan hans hafi lífið getað farið frá honum áður. Hann segir fínhreyfingar þó ekki mjög miklar. „Ég get opnað og lokað báðum höndum, en hreyfingar á milli fingra, það gengur ekkert. Það er einn vísifingur sem ég get rétt úr, en annars fylgist þetta bara allt að.“ Bjuggust ekki við meiru en að hann hreyfði olnbogann Hann segir engan hafa búist við því að hann næði svona langt. „Þeir bjuggust ekki við að ég væri að fara að hreyfa neitt nema kannski olnbogann,“ segir hann og að það sé óvíst hvort hægt væri að gera eitthvað annað og meira næst. Hann segir þetta að miklu leyti þó snúast um viðmið og sjónarhorn. Miði hann við það sem hann gat áður sé árangurinn frábær en ef hann miðar við fullheilbrigða manneskju þá eigi hann langt eftir. Hann segir læknavísindin enn að læra á þessu. Á hverju ári fari hann til Lyon, þar sem aðgerðin var framkvæmd, í alls konar rannsóknir svo læknarnir geti fylgst með árangrinum og skráð hann. Reglulega séu svo birtar fræðigreinar um árangurinn.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Heilbrigðismál Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3. apríl 2024 09:06 Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. 14. janúar 2021 22:04 Guðmundur Felix léttur í lauginni Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn. 13. júní 2021 11:08 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3. apríl 2024 09:06
Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. 14. janúar 2021 22:04
Guðmundur Felix léttur í lauginni Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn. 13. júní 2021 11:08