Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 17:01 Hinn átján ára gamli Lamine Yamal kyssir Barcelona-treyjuna í sigurleiknum á Real Betis um helgina. Getty/Eric Verhoeven Meðalaldur byrjunarliðs Barcelona í sigri á Real Betis í spænsku deildinni um helgina var undir 24 árum sem er mögnuð staðreynd fyrir lið sem situr í efsta sæti deildarinnar. Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga). Spænski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga).
Spænski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira