Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. desember 2025 14:02 Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár. Í slíkri stöðu þarf skýrari forgangsröðun, meira aðhald og traustari áætlanagerð. Þess í stað blasir við útgjaldaaukning í sögulegu hámarki: 143 milljarðar milli ára af um 1.600 milljarða útgjöldum. Um leið eru vaxtagjöld komin í nýjar hæðir og hallinn verður áfram verulegur. Þetta vinnur gegn stöðugleika þegar þörfin er mest. Trúverðugleiki ríkisfjármála – lykillinn að lægri vöxtum og verðbólgu Það sem skiptir þó mestu er trúverðugleiki ríkisfjármála. Ríkisfjármálin eru lykilþáttur í því að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkana. Þegar útgjöld vaxa hratt, forsendur eru óhóflega bjartsýnar og halli viðvarandi dregur það úr trúverðugleika efnahagsstefnunnar. Afleiðingin getur orðið sú að verðbólguvæntingar haldast þrálátar og vaxtaálag verði hærra en ella. Ef markmiðið er að létta vaxtabyrði heimila og fyrirtækja þarf fjárlagagerðin að styðja við það markmið – ekki vinna gegn því. Varasjóðurinn í lágmarki – minni viðnámskraftur gegn áföllum Sérstaklega vekur athygli að almennur varasjóður ríkissjóðs er skorinn niður í um 1% – sem er lágmark samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það er gert á sama tíma og áhættur í efnahagslífinu hafa aukist, bæði heima og erlendis. Varasjóður er öryggisnet þegar forsendur bresta. Að halda honum í lágmarki við þessar aðstæður er ákvörðun sem veikir getu ríkisins til að bregðast við óvæntum áföllum. Minnkandi trúverðugleiki ríkisfjármála Þá er svigrúm stöðugleikareglunnar nýtt til fulls og hætt við að hún standist ekki þegar samspil útgjalda og tekna er metið. Þegar reglur um ábyrga hagstjórn eru teygðar í botn, rýrnar trúverðugleiki ríkisfjármála – og sá trúverðugleiki er forsenda þess að peningastefnan geti skilað árangri með lægri vöxtum. Vandinn er ekki aðeins tölulegur heldur líka kerfislægur: of víða eru markmið fjárlaga óljós og illa mælanleg, sem veikir getu Alþingis til að sinna fjárstjórnarhlutverki sínu. Fjárlög eiga að segja skýrt hvaða árangri er stefnt að – annars er Alþingi svipt raunhæfum grunni til að meta forgangsröðun og fylgja eftir framkvæmd. Niðurstaða Við þurfum fjárlög sem endurspegla efnahagslegan veruleika: meiri varfærni, burðugri varasjóð, skýrari markmið og raunhæfari forsendur. Fjárlög 2026 verða að draga úr áhættu – og vera hluti af lausninni til að ná niður verðbólgu og vöxtum, ekki þáttur í því að festa vandann í sessi. Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Rekstur hins opinbera Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár. Í slíkri stöðu þarf skýrari forgangsröðun, meira aðhald og traustari áætlanagerð. Þess í stað blasir við útgjaldaaukning í sögulegu hámarki: 143 milljarðar milli ára af um 1.600 milljarða útgjöldum. Um leið eru vaxtagjöld komin í nýjar hæðir og hallinn verður áfram verulegur. Þetta vinnur gegn stöðugleika þegar þörfin er mest. Trúverðugleiki ríkisfjármála – lykillinn að lægri vöxtum og verðbólgu Það sem skiptir þó mestu er trúverðugleiki ríkisfjármála. Ríkisfjármálin eru lykilþáttur í því að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkana. Þegar útgjöld vaxa hratt, forsendur eru óhóflega bjartsýnar og halli viðvarandi dregur það úr trúverðugleika efnahagsstefnunnar. Afleiðingin getur orðið sú að verðbólguvæntingar haldast þrálátar og vaxtaálag verði hærra en ella. Ef markmiðið er að létta vaxtabyrði heimila og fyrirtækja þarf fjárlagagerðin að styðja við það markmið – ekki vinna gegn því. Varasjóðurinn í lágmarki – minni viðnámskraftur gegn áföllum Sérstaklega vekur athygli að almennur varasjóður ríkissjóðs er skorinn niður í um 1% – sem er lágmark samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það er gert á sama tíma og áhættur í efnahagslífinu hafa aukist, bæði heima og erlendis. Varasjóður er öryggisnet þegar forsendur bresta. Að halda honum í lágmarki við þessar aðstæður er ákvörðun sem veikir getu ríkisins til að bregðast við óvæntum áföllum. Minnkandi trúverðugleiki ríkisfjármála Þá er svigrúm stöðugleikareglunnar nýtt til fulls og hætt við að hún standist ekki þegar samspil útgjalda og tekna er metið. Þegar reglur um ábyrga hagstjórn eru teygðar í botn, rýrnar trúverðugleiki ríkisfjármála – og sá trúverðugleiki er forsenda þess að peningastefnan geti skilað árangri með lægri vöxtum. Vandinn er ekki aðeins tölulegur heldur líka kerfislægur: of víða eru markmið fjárlaga óljós og illa mælanleg, sem veikir getu Alþingis til að sinna fjárstjórnarhlutverki sínu. Fjárlög eiga að segja skýrt hvaða árangri er stefnt að – annars er Alþingi svipt raunhæfum grunni til að meta forgangsröðun og fylgja eftir framkvæmd. Niðurstaða Við þurfum fjárlög sem endurspegla efnahagslegan veruleika: meiri varfærni, burðugri varasjóð, skýrari markmið og raunhæfari forsendur. Fjárlög 2026 verða að draga úr áhættu – og vera hluti af lausninni til að ná niður verðbólgu og vöxtum, ekki þáttur í því að festa vandann í sessi. Höfundur er formaður Framsóknar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun