Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2025 09:00 Vinicius Junior og félagar í brasilíska landsliðinu eru að leita sér að vináttulandsleikjum fyrir HM á næsta ári. Getty/Masashi Hara Brasilíumenn hafa bara orðið heimsmeistarar í fótbolta ef þeir annaðhvort eru með Pele í liðinu eða spila vináttulandsleik við Ísland í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Þeir virðast ekki vera enn búnir að átta sig á þessu. Brasilíumenn vantar einn mótherja til að spila einn af síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir HM næsta sumar en norskir fjölmiðlar segja að þeir séu í samningaviðræðum um vináttulandsleik gegn Noregi. Í myndbandsviðtali við ESPN Brasil segir íþróttastjórinn Rodrigo Caetano að samningaviðræður séu í gangi um að festa æfingaleik gegn Noregi, sem síðasta prófraun áður en mótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó hefst. „Við erum enn að semja um síðasta undirbúningsleikinn. Við höfum auðvitað okkar óskir. Það krefst enn samningaviðræðna, en okkar fyrsti kostur er norska landsliðið, sem er sterkt lið um þessar mundir,“ sagði Caetano. „Ég tel líka að þeir muni standa sig mjög vel á HM, þannig að þessi síðasti æfingaleikur yrði góð og krefjandi prófraun fyrir okkur,“ sagði Caetano. Noregur er eina þjóðin sem Brasilía hefur mætt en aldrei sigrað. Alls hefur Noregur spilað fjórum sinnum gegn Brasilíu. Fyrsta viðureign landsliðanna var í vináttuleik árið 1988 sem lauk með 1-1 jafntefli. Árið 1997 vann Noregur 4-2 á Ullevaal-leikvanginum, ári áður en liðin mættust aftur á HM 1998. Leikir tveir við Ísland fóru fram í aðdraganda HM 1994 og HM 2002. Brasilíumenn urðu heimsmeistarar með Pele innanborðs 1958, 1962 og 1970 og þurftu svo að bíða í 24 ár eftir næsta heimsmeistaratitli. Þeir unnu HM-gullið svo aftur átta árum síðan en hafa síðan beðið í önnur 24 ár eftir sjötta heimsmeistaratitlinum. Brasilíska landsliðið vann 3-0 sigur á Íslandi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Bandaríkjunum 1994 en þarna skoraði Ronaldo, þá aðeins sautján ára gamall, einmitt sitt fyrsta mark fyrir brasilíska landsliðið. Ronaldo fiskaði einnig vítaspyrnu sem gaf annað markið. Átta árum síðar mætti íslenska landsliðið aftur til Brasilíu, en þá í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Japan og Suður-Kóreu, en tapaði þá 6-1. Meðal markaskorara Brassanna í þeim leik voru Kaká, Gilberto Silva og Edilson. Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark Íslands en þetta var hans fyrsti landsleikur. Brasilía vann Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik HM 1994 og Brasilía vann 2-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002. HM 2026 í fótbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira
Brasilíumenn vantar einn mótherja til að spila einn af síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir HM næsta sumar en norskir fjölmiðlar segja að þeir séu í samningaviðræðum um vináttulandsleik gegn Noregi. Í myndbandsviðtali við ESPN Brasil segir íþróttastjórinn Rodrigo Caetano að samningaviðræður séu í gangi um að festa æfingaleik gegn Noregi, sem síðasta prófraun áður en mótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó hefst. „Við erum enn að semja um síðasta undirbúningsleikinn. Við höfum auðvitað okkar óskir. Það krefst enn samningaviðræðna, en okkar fyrsti kostur er norska landsliðið, sem er sterkt lið um þessar mundir,“ sagði Caetano. „Ég tel líka að þeir muni standa sig mjög vel á HM, þannig að þessi síðasti æfingaleikur yrði góð og krefjandi prófraun fyrir okkur,“ sagði Caetano. Noregur er eina þjóðin sem Brasilía hefur mætt en aldrei sigrað. Alls hefur Noregur spilað fjórum sinnum gegn Brasilíu. Fyrsta viðureign landsliðanna var í vináttuleik árið 1988 sem lauk með 1-1 jafntefli. Árið 1997 vann Noregur 4-2 á Ullevaal-leikvanginum, ári áður en liðin mættust aftur á HM 1998. Leikir tveir við Ísland fóru fram í aðdraganda HM 1994 og HM 2002. Brasilíumenn urðu heimsmeistarar með Pele innanborðs 1958, 1962 og 1970 og þurftu svo að bíða í 24 ár eftir næsta heimsmeistaratitli. Þeir unnu HM-gullið svo aftur átta árum síðan en hafa síðan beðið í önnur 24 ár eftir sjötta heimsmeistaratitlinum. Brasilíska landsliðið vann 3-0 sigur á Íslandi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Bandaríkjunum 1994 en þarna skoraði Ronaldo, þá aðeins sautján ára gamall, einmitt sitt fyrsta mark fyrir brasilíska landsliðið. Ronaldo fiskaði einnig vítaspyrnu sem gaf annað markið. Átta árum síðar mætti íslenska landsliðið aftur til Brasilíu, en þá í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Japan og Suður-Kóreu, en tapaði þá 6-1. Meðal markaskorara Brassanna í þeim leik voru Kaká, Gilberto Silva og Edilson. Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark Íslands en þetta var hans fyrsti landsleikur. Brasilía vann Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik HM 1994 og Brasilía vann 2-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira