Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:51 Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur beðið þingmenn afsökunar á ummælum sínum sem hún lét falla í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira