Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar 9. desember 2025 12:00 Á morgun, miðvikudaginn 10. desember 2025, kýs stjórn RÚV um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári eða sniðgengur keppnina vegna þáttöku Ísraels - og þjóðarmorðsins á Gaza. Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpi (sem stjórnarmönnum ber að framfylgja) segir að markmið þeirra sé að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir að 68% Íslendinga vilja ekki að við tökum þátt ef Ísrael verður með en aðeins 21% vilja gera það. Markmiðum laganna um félgslega samheldni verður augljóslega ekki náð með því stjórn RÚV láti vilja svo lítils minnihluta ráða för en hunsi vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Í stefnu RÚV segir að hlutverk félagsins sé að þjóna samfélaginu og að það standi vörð um hagsmuni almennings af hugrekki. Það ætti því að vera borðleggjandi hver niðurstaða stjórnar RÚV verður á morgun - en svo er þó ekki. Þrýstingur Ástæðan er þær aðferðir sem Ísrael beitir um allan heim til að þvinga fram þá niðurstöðu sem þau vilja. Í Bandaríkjunum er grímulaus hagsmunagæsla Ísraels vel þekkt og ekki síður sú harka sem þau nota gegn öllum sem eru þeim andsnúin. Svindl Ísraels í kosningunni í úrslitum Eurovision í fyrra hefur mikið verið rætt. Vegna þess var framkvæmd kosninganna nýlega breytt til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ásakanir hafa núna komið fram um að að Ísrael hafi haft rangt við þegar aðildarfélög EBU greiddu atkvæði á þann veg að ekki komst á dagskrá tillaga um að vísa Ísrael úr kepnni. Það er allanvega alveg ljóst að Ísrael og bandamenn þess munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að stjórn RÚV greiði atkvæði á þann veg sem þjóðin vill. Stjórn RÚV Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi fyrir utan einn fulltrúa starfsfólks. Þau eru því flest fulltrúar flokka á þingi og fullrúar sömu flokka og mynda ríkisstjórn, mynda meirihluta í stjórn RÚV. Skoðum þennan meirhluta. Ef við byrjum á fulltrúum Samfylkingarinnar þá eru það: Stefán Jón Hafstein og Kristín Sóley Björnsdóttir og til vara eru Viðar Eggertsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Samkvæmt Gallup vilja 80% kjósenda Samfylkingarinnar ekki að við tökum þátt ef Ísrael er með en aðeins 5% vilja það, svo ef allt er eðlilegt má reikna með þessir stjórnarmenn greiði atkvæði með sniðgöngu. Fulltrúar Viðreisnar eru Auður Finnbogadóttir og Dijá Ámundadóttir Zoëga og varamenn þeirra eru Kamma Thordarson og Natan Kolbeinsson. Vilji kjósenda Viðreisnar er líka alveg klár því 77% vilja sniðganga ef Ísrael verður með en 11% ekki. Heimir Már Pétursson er fulltrúi Flokks fólksins og varamaður hans er Katrín Viktoría Leiva. Í Flokki fólksins vilja 47% ekki að við tökum þátt í Eurovision ef Ísrael er með en 18% vilja það. Sniðgöngufólkið er því miklu fjölmennara þótt munurinn sé minni en hjá hinum stjórnarflokkunum. Vilji flokksmanna er engu að síður afgerandi. Saman mynda þessi þrír flokkar meirihluta í stjórn Rúv og því má búast við að þau standi saman í þessu máli til að skapa ekki úlfúð og ágreining innan sinna raða og milli flokkanna innbyrðis. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varamaður hennar er Jónas Skúlason. Stuðningur kjósenda Framsóknarflokksins við sniðgöngu er enn meiri en meðal kjósenda Flokks fólksins því 53% framsóknarfólks vill ekki vera með Ísrael á sviðinu en aðeins 17% vill það. Það verður því athyglisvert að sjá hvort fulltrúi Framsóknarflokksins fari að eindregnum vilja flokksmanna sinna og styðji tillögu um sniðgöngu eða gangi þvert gegn þeim vilja og sláist í hóp með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum og þeirra 21% kjósenda sem vilja vera með Ísrael í Eurovision. Við munum aldrei gleyma Mörgum okkar sem erum í þeim stóra hópi kjósenda sem vill sniðganga Eurovision er mikil alvara - og við höfum mörg hver sterkar tilfinningar að baki þeirri sannfæringu - að okkur beri skylda til að sýna í verki andúð okkar á þjóðarmorðinu á Gaza. Sniðganga Eurovision 2026 er góð leið til þess - og mun heyrast um allan heim. Við munum örugglega ekki taka því vel ef fulltrúar í stjórn RÚV láta utanaðkomandi þrýsting verða til þess að þau gangi í berhögg við skýran vilja stuðningmanna sinna. Slík svik við kjósendur þeirra flokka sem að baki þeim standa mun fylgja því fólki um ókomna tíð. Við munum aldrei gleyma þessari kosningu sem fram fer í stjórn RÚV á morgun. Höfundur er hönnuður og áhugamaður um að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á morgun, miðvikudaginn 10. desember 2025, kýs stjórn RÚV um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári eða sniðgengur keppnina vegna þáttöku Ísraels - og þjóðarmorðsins á Gaza. Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpi (sem stjórnarmönnum ber að framfylgja) segir að markmið þeirra sé að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir að 68% Íslendinga vilja ekki að við tökum þátt ef Ísrael verður með en aðeins 21% vilja gera það. Markmiðum laganna um félgslega samheldni verður augljóslega ekki náð með því stjórn RÚV láti vilja svo lítils minnihluta ráða för en hunsi vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Í stefnu RÚV segir að hlutverk félagsins sé að þjóna samfélaginu og að það standi vörð um hagsmuni almennings af hugrekki. Það ætti því að vera borðleggjandi hver niðurstaða stjórnar RÚV verður á morgun - en svo er þó ekki. Þrýstingur Ástæðan er þær aðferðir sem Ísrael beitir um allan heim til að þvinga fram þá niðurstöðu sem þau vilja. Í Bandaríkjunum er grímulaus hagsmunagæsla Ísraels vel þekkt og ekki síður sú harka sem þau nota gegn öllum sem eru þeim andsnúin. Svindl Ísraels í kosningunni í úrslitum Eurovision í fyrra hefur mikið verið rætt. Vegna þess var framkvæmd kosninganna nýlega breytt til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ásakanir hafa núna komið fram um að að Ísrael hafi haft rangt við þegar aðildarfélög EBU greiddu atkvæði á þann veg að ekki komst á dagskrá tillaga um að vísa Ísrael úr kepnni. Það er allanvega alveg ljóst að Ísrael og bandamenn þess munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að stjórn RÚV greiði atkvæði á þann veg sem þjóðin vill. Stjórn RÚV Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi fyrir utan einn fulltrúa starfsfólks. Þau eru því flest fulltrúar flokka á þingi og fullrúar sömu flokka og mynda ríkisstjórn, mynda meirihluta í stjórn RÚV. Skoðum þennan meirhluta. Ef við byrjum á fulltrúum Samfylkingarinnar þá eru það: Stefán Jón Hafstein og Kristín Sóley Björnsdóttir og til vara eru Viðar Eggertsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Samkvæmt Gallup vilja 80% kjósenda Samfylkingarinnar ekki að við tökum þátt ef Ísrael er með en aðeins 5% vilja það, svo ef allt er eðlilegt má reikna með þessir stjórnarmenn greiði atkvæði með sniðgöngu. Fulltrúar Viðreisnar eru Auður Finnbogadóttir og Dijá Ámundadóttir Zoëga og varamenn þeirra eru Kamma Thordarson og Natan Kolbeinsson. Vilji kjósenda Viðreisnar er líka alveg klár því 77% vilja sniðganga ef Ísrael verður með en 11% ekki. Heimir Már Pétursson er fulltrúi Flokks fólksins og varamaður hans er Katrín Viktoría Leiva. Í Flokki fólksins vilja 47% ekki að við tökum þátt í Eurovision ef Ísrael er með en 18% vilja það. Sniðgöngufólkið er því miklu fjölmennara þótt munurinn sé minni en hjá hinum stjórnarflokkunum. Vilji flokksmanna er engu að síður afgerandi. Saman mynda þessi þrír flokkar meirihluta í stjórn Rúv og því má búast við að þau standi saman í þessu máli til að skapa ekki úlfúð og ágreining innan sinna raða og milli flokkanna innbyrðis. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varamaður hennar er Jónas Skúlason. Stuðningur kjósenda Framsóknarflokksins við sniðgöngu er enn meiri en meðal kjósenda Flokks fólksins því 53% framsóknarfólks vill ekki vera með Ísrael á sviðinu en aðeins 17% vill það. Það verður því athyglisvert að sjá hvort fulltrúi Framsóknarflokksins fari að eindregnum vilja flokksmanna sinna og styðji tillögu um sniðgöngu eða gangi þvert gegn þeim vilja og sláist í hóp með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum og þeirra 21% kjósenda sem vilja vera með Ísrael í Eurovision. Við munum aldrei gleyma Mörgum okkar sem erum í þeim stóra hópi kjósenda sem vill sniðganga Eurovision er mikil alvara - og við höfum mörg hver sterkar tilfinningar að baki þeirri sannfæringu - að okkur beri skylda til að sýna í verki andúð okkar á þjóðarmorðinu á Gaza. Sniðganga Eurovision 2026 er góð leið til þess - og mun heyrast um allan heim. Við munum örugglega ekki taka því vel ef fulltrúar í stjórn RÚV láta utanaðkomandi þrýsting verða til þess að þau gangi í berhögg við skýran vilja stuðningmanna sinna. Slík svik við kjósendur þeirra flokka sem að baki þeim standa mun fylgja því fólki um ókomna tíð. Við munum aldrei gleyma þessari kosningu sem fram fer í stjórn RÚV á morgun. Höfundur er hönnuður og áhugamaður um að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun