Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2025 13:16 Skólanefndin telur að ráðuneytið ætti að hafa meira og betra samráð við nefndina í öllum breytingum á framhaldsskólakerfinu. Menntaskólinn á Egilsstöðum Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Undir bréfið skrifar öll nefndin en í henni sitja þau, Skúli Björn Gunnarsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Sigrún Birna Björnsdóttir og Magnús Jónsson. Bréfið var birt á vef Austurfrétta í dag en nefndin óskar eftir svörum við nokkrum spurningum í bréfinu. Ákvörðun Guðmundra Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa starf skólastjóra Borgarholtsskóla og Menntaskólans á Egilsstöðum hefur verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Ráðherra hefur sagt tilviljun eina hafa ráðið því að skólastjóri í Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röðinni vegna þess að skipunartími hans verður sá fyrsti til að renna út eftir ákvörðun um skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu sem kynnt var um í haust. Í bréfi nefndarinnar segir að þeim sé fyrst og fremst umhugað um starfsemi skólans og að þau hafi áhyggjur af óvissu og ólgu sem fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu og innan skólans hafi valdið og muni, að óbreyttu, halda áfram að valda innan skólasamfélagsins. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að vinna með ráðuneytinu að því að finna þær lausnir sem taka mið af þörfum framhaldsskólanna ef eftir því er leitað. Í bréfi sínu fer nefndin yfir forsögu málsins og vísar til þess að í september hafi verið birt tilkynning um áform um nýtt skipulag fyrir framhaldsskóla og nýja svæðisskrifstofu. Eftir það hafi ráðherra heimsótt alla framhaldsskólana. Á fundi í ME hafi komið fram að búið væri að ákveða að stofna þetta nýja stjórnsýslustig en það eina sem ætti eftir að ákveða væri hversu margar svæðisskrifstofurnar yrðu. Í bréfinu gagnrýnir nefndin takmarkað samráð og segir það ekki hafa komið á óvart að viðbrögð kennara og annars starfsfólks hafi ekki verið „ýkja jákvæð“. Nefndin fer eftir það yfir hlutverk skólanefndar og segir eitt hlutverka nefndarinnar að veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara og að miðað við ákvæði laga myndu þau ætla að nefndin yrði með í ráðum þegar væri verið að vinna skipulagsbreytingar varðandi framhaldsskóla. „Jafnframt væri allavegana einu símtali eytt á formann skólanefndar áður en ákvörðun um að framlengja ekki ráðningu skólameistara væri tekin í ráðuneytinu,“ segir í bréfinu og að í stað þess að svo hafi verið hafi nefndin heyrt um það í fjölmiðlum að ekki ætti að framlengja skipunartíma skólameistara skólans eða ráðast í slíkar skipulagsbreytingar innan kerfisins. „Þegar samráð er annars vegar skyldi maður ætla að skólanefndir væru mikilvægar þar sem þær hafa puttann á púlsinum í skólastarfinu, þekkja nærsamfélagið og þarfir þess. Skólanefndirnar fjalla um vanda framhaldsskólanna á reglulegum fundum hvert skólaár og þess vegna skýtur skökku við að þær séu ekki einu sinni nefndar á nafn þegar rætt er um samráð um þessar fyrirhuguðu breytingar,“ segir í bréfinu og að nefndin sjái sig því knúna til að spyrja ráðherra nokkurra spurninga í opnu bréfi. Spurningarnar eru þessar: 1. Er það rétt að komið hafi fram á kynningarglærum ráðuneytisins að með breytingunum muni kennitölum í framhaldsskólakerfinu fækka úr 27 í 6, þ.e. að svæðisskrifstofurnar verði sá lögaðili sem er ábyrgur fyrir rekstri framhaldsskóla á sínu svæði? 2. Ef á að fækka kennitölum, hver verður þá lagaleg staða framhaldsskólanna eftir skipulagsbreytingar því vart teljast þeir þá lengur sjálfstæðar ríkisstofnanir eins og núgildandi lög kveða á um? Og er þá ekki í raun búið að sameina skóla ef búið er að sameina rekstur þeirra á einni kennitölu? 3. Í allri kynningu á áformunum er ítrekað að breytingarnar séu ekki gerðar í hagræðingarskyni. Stendur þá ekki til að segja upp stofnanasamningum sem í gildi eru innan hvers framhaldsskóla? 4. Hvaða þjónusta er það sem á að koma gegnum svæðisskrifstofurnar sem ekki er hægt að leysa með starfsfólki í skólunum sjálfum eða með samstarfi í nærumhverfinu við sveitarfélög, heilbrigðisstofnanir og aðra aðila sem koma að framkvæmd farsældarlaganna? 5. Hvers vegna hafa þessi áform um skipulagsbreytingar ekki enn þá verið kynnt fyrir skólanefndum framhaldsskólanna? Og hvers vegna voru þær ekki hafðar með í ráðum áður en tekin var ákvörðun um að svæðisskrifstofur væru lausnin? 6. Hvað er það við fyrirliggjandi áform sem kallar á að skólameistarar sem ljúka sínum skipunartíma á næstu mánuðum verði ekki endurskipaðir? Einkum er spurt í ljósi þess að gera verður ráð fyrir að áformin kalli á lagabreytingar og verði þær ekki gengnar í gegn áður en skipa þarf nýja skólameistara að aflokinni auglýsingu má ætla að lagaleg staða þeirra verði hin sama og sitjandi skólameistara, hvernig svo sem skipunartíma þeirra er háttað. 7. Og að lokum. Er ekki ákveðin mótsögn í því að framlengja ekki ráðningu farsæls skólameistara venju samkvæmt þegar ítrekað hefur komið fram í máli þínu, virðulegi ráðherra, að „gengið sé út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu, að skólastjórnendur og kennarar starfi áfram innan framhaldsskólakerfisins.“? Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Undir bréfið skrifar öll nefndin en í henni sitja þau, Skúli Björn Gunnarsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Sigrún Birna Björnsdóttir og Magnús Jónsson. Bréfið var birt á vef Austurfrétta í dag en nefndin óskar eftir svörum við nokkrum spurningum í bréfinu. Ákvörðun Guðmundra Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa starf skólastjóra Borgarholtsskóla og Menntaskólans á Egilsstöðum hefur verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Ráðherra hefur sagt tilviljun eina hafa ráðið því að skólastjóri í Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röðinni vegna þess að skipunartími hans verður sá fyrsti til að renna út eftir ákvörðun um skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu sem kynnt var um í haust. Í bréfi nefndarinnar segir að þeim sé fyrst og fremst umhugað um starfsemi skólans og að þau hafi áhyggjur af óvissu og ólgu sem fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu og innan skólans hafi valdið og muni, að óbreyttu, halda áfram að valda innan skólasamfélagsins. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að vinna með ráðuneytinu að því að finna þær lausnir sem taka mið af þörfum framhaldsskólanna ef eftir því er leitað. Í bréfi sínu fer nefndin yfir forsögu málsins og vísar til þess að í september hafi verið birt tilkynning um áform um nýtt skipulag fyrir framhaldsskóla og nýja svæðisskrifstofu. Eftir það hafi ráðherra heimsótt alla framhaldsskólana. Á fundi í ME hafi komið fram að búið væri að ákveða að stofna þetta nýja stjórnsýslustig en það eina sem ætti eftir að ákveða væri hversu margar svæðisskrifstofurnar yrðu. Í bréfinu gagnrýnir nefndin takmarkað samráð og segir það ekki hafa komið á óvart að viðbrögð kennara og annars starfsfólks hafi ekki verið „ýkja jákvæð“. Nefndin fer eftir það yfir hlutverk skólanefndar og segir eitt hlutverka nefndarinnar að veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara og að miðað við ákvæði laga myndu þau ætla að nefndin yrði með í ráðum þegar væri verið að vinna skipulagsbreytingar varðandi framhaldsskóla. „Jafnframt væri allavegana einu símtali eytt á formann skólanefndar áður en ákvörðun um að framlengja ekki ráðningu skólameistara væri tekin í ráðuneytinu,“ segir í bréfinu og að í stað þess að svo hafi verið hafi nefndin heyrt um það í fjölmiðlum að ekki ætti að framlengja skipunartíma skólameistara skólans eða ráðast í slíkar skipulagsbreytingar innan kerfisins. „Þegar samráð er annars vegar skyldi maður ætla að skólanefndir væru mikilvægar þar sem þær hafa puttann á púlsinum í skólastarfinu, þekkja nærsamfélagið og þarfir þess. Skólanefndirnar fjalla um vanda framhaldsskólanna á reglulegum fundum hvert skólaár og þess vegna skýtur skökku við að þær séu ekki einu sinni nefndar á nafn þegar rætt er um samráð um þessar fyrirhuguðu breytingar,“ segir í bréfinu og að nefndin sjái sig því knúna til að spyrja ráðherra nokkurra spurninga í opnu bréfi. Spurningarnar eru þessar: 1. Er það rétt að komið hafi fram á kynningarglærum ráðuneytisins að með breytingunum muni kennitölum í framhaldsskólakerfinu fækka úr 27 í 6, þ.e. að svæðisskrifstofurnar verði sá lögaðili sem er ábyrgur fyrir rekstri framhaldsskóla á sínu svæði? 2. Ef á að fækka kennitölum, hver verður þá lagaleg staða framhaldsskólanna eftir skipulagsbreytingar því vart teljast þeir þá lengur sjálfstæðar ríkisstofnanir eins og núgildandi lög kveða á um? Og er þá ekki í raun búið að sameina skóla ef búið er að sameina rekstur þeirra á einni kennitölu? 3. Í allri kynningu á áformunum er ítrekað að breytingarnar séu ekki gerðar í hagræðingarskyni. Stendur þá ekki til að segja upp stofnanasamningum sem í gildi eru innan hvers framhaldsskóla? 4. Hvaða þjónusta er það sem á að koma gegnum svæðisskrifstofurnar sem ekki er hægt að leysa með starfsfólki í skólunum sjálfum eða með samstarfi í nærumhverfinu við sveitarfélög, heilbrigðisstofnanir og aðra aðila sem koma að framkvæmd farsældarlaganna? 5. Hvers vegna hafa þessi áform um skipulagsbreytingar ekki enn þá verið kynnt fyrir skólanefndum framhaldsskólanna? Og hvers vegna voru þær ekki hafðar með í ráðum áður en tekin var ákvörðun um að svæðisskrifstofur væru lausnin? 6. Hvað er það við fyrirliggjandi áform sem kallar á að skólameistarar sem ljúka sínum skipunartíma á næstu mánuðum verði ekki endurskipaðir? Einkum er spurt í ljósi þess að gera verður ráð fyrir að áformin kalli á lagabreytingar og verði þær ekki gengnar í gegn áður en skipa þarf nýja skólameistara að aflokinni auglýsingu má ætla að lagaleg staða þeirra verði hin sama og sitjandi skólameistara, hvernig svo sem skipunartíma þeirra er háttað. 7. Og að lokum. Er ekki ákveðin mótsögn í því að framlengja ekki ráðningu farsæls skólameistara venju samkvæmt þegar ítrekað hefur komið fram í máli þínu, virðulegi ráðherra, að „gengið sé út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu, að skólastjórnendur og kennarar starfi áfram innan framhaldsskólakerfisins.“?
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira