Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 21:09 Brigitte Macron kallaði mótmælendurna „sales connes“ EPA Forsetafrú Frakka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að kalla femíníska mótmælendur „sales connes“, sem mætti lauslega þýða sem skítugar eða heimskar tíkur. Fjöldi frægra Frakka og stjórnmálamanna af vinstri vængnum hafa gagnrýnt hana. Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron Frakklandsforseta, var á sunnudagskvöld stödd í leikhúsi á sýningu franska leikarans og grínistans Ary Abittan. Kvöldið áður höfðu nokkrir mótmælendur truflað sýningu Abittan með því að öskra yfir salinn „Abbitan, nauðgari“. Leikarinn var sakaður um að hafa brotið á 23 ára gamalli konu í október árið 2021. Eftir nokkurra ára rannsókn var málið fellt niður þar sem ekki lágu fyrir næg sönnunargögn. Fyrir sýninguna á sunnudag spurði Brigitte Abittan hvernig honum liði. Hann svaraði að hann væri hræddur og kallaði Brigitte mótmælendurna níðyrði á frönsku sem þýða má sem heimskar eða skítugar tíkur. Þá bætti hún við að ef mótmælendurnir létu sjá sig yrði þeim hent út samkvæmt The Guardian. Hughreysti taugaóstyrkan leikara Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetafrúnnar segir að hún hafi einfaldlega verið að reyna róa Abittan niður þar sem hann hafi verið afar taugaóstyrkur. Brigitte hafi ekki verið að mótmæla málstaðnum en hún væri hins vegar ósammála aðferðum mótmælendanna sem komu í veg fyrir að leikarinn steig á svið. Mótmælendurnir voru á vegum femínísku samtakanna Nous Toutes, Við Öll, og sögðu forsvarsmenn að þau hefðu verið að mótmæla refsingarleysi í kynferðisbrotamálum. „Við fordæmum staði sem rúlla út rauða dreglinum fyrir menn sem eru sakaðir um nauðgun og geri þar með kynbundið og kynferðislegt ofbeldi eðlilegt. Þetta er opinber móðgun við fórnarlömbin. Þolendur, við trúum ykkur. Nauðgarar, við fyrirgefum ykkur ekki,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Stjórnmálamenn af vinstri vængnum hafa einnig gagnrýnt orðanotkun forsetafrúarinnar. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakka, sagði að um dónaskap væri að ræða. Marine Tondelier, leiðtogi Græningja, sagði að ummælin væru mjög alvarleg. Frægir Frakkar, líkt og leikkonan og leikstjórinn Judith Godreche og söngvarinn Camélia Jordana hafa einnig gagnrýnt forsetafrúna og styðja mótmælendurna. Frakkland Kynbundið ofbeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron Frakklandsforseta, var á sunnudagskvöld stödd í leikhúsi á sýningu franska leikarans og grínistans Ary Abittan. Kvöldið áður höfðu nokkrir mótmælendur truflað sýningu Abittan með því að öskra yfir salinn „Abbitan, nauðgari“. Leikarinn var sakaður um að hafa brotið á 23 ára gamalli konu í október árið 2021. Eftir nokkurra ára rannsókn var málið fellt niður þar sem ekki lágu fyrir næg sönnunargögn. Fyrir sýninguna á sunnudag spurði Brigitte Abittan hvernig honum liði. Hann svaraði að hann væri hræddur og kallaði Brigitte mótmælendurna níðyrði á frönsku sem þýða má sem heimskar eða skítugar tíkur. Þá bætti hún við að ef mótmælendurnir létu sjá sig yrði þeim hent út samkvæmt The Guardian. Hughreysti taugaóstyrkan leikara Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetafrúnnar segir að hún hafi einfaldlega verið að reyna róa Abittan niður þar sem hann hafi verið afar taugaóstyrkur. Brigitte hafi ekki verið að mótmæla málstaðnum en hún væri hins vegar ósammála aðferðum mótmælendanna sem komu í veg fyrir að leikarinn steig á svið. Mótmælendurnir voru á vegum femínísku samtakanna Nous Toutes, Við Öll, og sögðu forsvarsmenn að þau hefðu verið að mótmæla refsingarleysi í kynferðisbrotamálum. „Við fordæmum staði sem rúlla út rauða dreglinum fyrir menn sem eru sakaðir um nauðgun og geri þar með kynbundið og kynferðislegt ofbeldi eðlilegt. Þetta er opinber móðgun við fórnarlömbin. Þolendur, við trúum ykkur. Nauðgarar, við fyrirgefum ykkur ekki,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Stjórnmálamenn af vinstri vængnum hafa einnig gagnrýnt orðanotkun forsetafrúarinnar. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakka, sagði að um dónaskap væri að ræða. Marine Tondelier, leiðtogi Græningja, sagði að ummælin væru mjög alvarleg. Frægir Frakkar, líkt og leikkonan og leikstjórinn Judith Godreche og söngvarinn Camélia Jordana hafa einnig gagnrýnt forsetafrúna og styðja mótmælendurna.
Frakkland Kynbundið ofbeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira