Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2025 09:02 Guðmundur segist ekki alltaf sáttur við það hvar börnin enda þegar hann skilar þeim af sér en hann haldi ætla samt sem áður aldrei að hætta að leita að þeim. Vísir/Lýður Valberg Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. Yngsta barnið sem var leitað hefur verið að á þessu ári er 11 ára, fætt árið 2014. „Við erum ekki að grípa nógu vel inn í hjá krökkum sem eru í neyslu,“ segir Guðmundur og að þá eigi hann ekki endilega við barnaverndarkerfið, heldur fyrr, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Guðmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vandinn hefjist jafnvel snemma og nú séu breytingar að eiga sér stað með farsældarlögunum. Það taki tíma og breyti því ekki að „þessi erfiði hópur“ hafi setið eftir. „ En þetta er náttúrulega eins og olíuskip, það tekur svolítið langan tíma en mér finnst þessi erfiði hópur hafa pínulítið setið eftir. Upplifunin mín er sú að það hafi í raun og veru verið tekin skref aftur á bak með þann hóp.“ Guðmundur segir að það sé verið að reyna grípa fyrr inn í með meira samstarfi, til dæmis við leikskóla. Áður fyrr hafi vandi barna kannski ekki verið ávarpaður þar fyrr en þau færðust nær grunnskólaaldri. „En, það sem að truflar mig svolítið núna er það að mér finnst minn endi, það er þessi hópur sem, sem er á mínum enda málsins, þar erum við svona farin nánast að samþykkja það að neyslan eigi bara að fá að vera. Þeir voru komnir í skaðaminnkun á börn með fíkniefnaneyslu,“ segir hann og að þá sé reynt að halda börnum í sem minnstri neyslu, til að takmarka skaðann. „Það gengur illa að stoppa og, og það vantar kannski úrræðin til þess að stoppa.“ Guðmundur segist alltaf hafa gaman af þessu starfi vegna þess að hann upplifi reglulega árangur. Heldur alltaf áfram sama hvað „Ég upplifi jákvæða endurgjöf nánast daglega með einhverjum hætti,“ segir hann og að þó svo að hann fái endurteknar tilkynningar um sömu börn þá hafi hann alltaf sett sér það markmið að vera ekki síðasta vígið sem fellur í vörninni. „Ég mun halda áfram að gera mitt besta til þess að reyna að gera það sem ég á að gera. Ég er ekki meðferðaraðili. Það er mitt hlutverk þegar barnavernd biður um að hafa upp á barni að hafa upp á barninu. Það er mitt hlutverk að fara með barnið á þann stað þar sem ég er beðinn um að gera það. Og ég ætla að halda því áfram þó að ég sé ekki sáttur við hvað gerist svo.“ Guðmundur segir börnin oft finnast í strætó. Þau séu á ferðinni. Það sé langt síðan hann hafi þurft að vera að leita að börnum í „grenum“ þó að það hafi verið þannig þegar hann byrjaði 2014. „Það er í raun og veru bara algjör undantekning að þetta sé á einhverjum stað. Þau eru með öðrum ungmennum,“ segir hann og að oft séu það börn sem er ekki verið að leita að, en ætti mögulega að vera að leita að. Hann segir þau sitja í strætó, það sé hiti og frítt net. Hann segir þau ekkert endilega undir miklum áhrifum, en það geti vissulega gerst. Hann segir vagnstjóra og farþega láta vita af þeim en börnin skipti svo bara reglulega um vagn og þess vegna leiti hann líka á stórum stoppistöðvum. „Þá eru þetta stóru staðirnir, þetta er Mjóddin og þetta er Ártúnið, þetta er hérna, Fjörðurinn í Hafnarfirði og þessir staðir. Undantekning að 11 ára neyti vímuefna Guðmundur leitar að börnum allt frá 11 ára aldri og segir undantekningu að þessi ungu börn séu í neyslu. Það sé frekari hegðunarvandi sem þau glíma við. Elstu börnin sem hann leitar að eru svo fædd árið 2007 og eru að verða 18 ára á þessu ári. Þegar strætó hættir að ganga segir hann börnin yfirleitt finna sér gististað hjá öðrum börnum. Hann segir börnin langflest sætta sig við það þegar hann svo finnur þau. „Í einhverjum tilfellunum hlaupa þau og þegar ég hef kannski grun um að það muni gerast þá er ég búinn að fá kall eftir aðstoð,“ segir hann og að hann hlaupi sjálfur ekki langt. Bíða eftir bakvakt barnaverndar til að handjárna ung börn Hann segir lögreglu stundum þurfa að beita valbeitingu og stundum þurfi jafnvel að nota handjárn á barn. Lögreglan sé til dæmis í samtali við barnavernd núna um það þegar þörf sé á að handjárna barn undir 15 ára aldri þurfi að hringja í bakvakt barnaverndar. „Við erum við kannski í stórum slagsmálum einhvers staðar á einhverju bílaplani við barnið og eigum við að bíða í 40 mínútur á meðan við hringjum í bakvakt barnaverndar til að mæta á staðinn sem ætlar að tala við barnið. Við náttúrulega bara erum að tryggja öryggið, við erum að tryggja öryggi barnsins og okkar sjálfra. Þau geta slasað okkur og slasað sig.“ Hann segir þessi börn sem hann leitar að yfirleitt komið inn í kerfið en þau fari stundum svo hratt í gegn að kerfið nái ekki að grípa. Það séu biðlistar og skortur á úrræðum og það hafi áhrif. Hann segist sjá fjölskyldur sundrast og fjölgun hjónaskilnaða vegna þessara mála. Fólk detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og einhverjir hafi leitað inni á geðdeild. Guðmundur segir að einhverju leyti ætti að líta á þessi börn sem langveik börn. „Þarna er um að ræða annars konar langveik börn sem að virðist vera svolítið erfitt að fá kerfið til að átta sig á að sé heilbrigðisvandi meðan þau eru börn en hann breytist ekki bara á einni sekúndunni sem þau verða 18.“ Guðmundur segir sorglegt að sjá hversu langan tíma það taki fyrir kerfið að bregðast við þessum vanda. Hópurinn sé raunverulega ekki það stór og ábatinn sem kerfið fái bara í fjárfestingum í úrræðum sé verulegur. Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Félagsmál Bítið Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. 17. nóvember 2025 19:01 Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. 2. desember 2025 09:08 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Yngsta barnið sem var leitað hefur verið að á þessu ári er 11 ára, fætt árið 2014. „Við erum ekki að grípa nógu vel inn í hjá krökkum sem eru í neyslu,“ segir Guðmundur og að þá eigi hann ekki endilega við barnaverndarkerfið, heldur fyrr, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Guðmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vandinn hefjist jafnvel snemma og nú séu breytingar að eiga sér stað með farsældarlögunum. Það taki tíma og breyti því ekki að „þessi erfiði hópur“ hafi setið eftir. „ En þetta er náttúrulega eins og olíuskip, það tekur svolítið langan tíma en mér finnst þessi erfiði hópur hafa pínulítið setið eftir. Upplifunin mín er sú að það hafi í raun og veru verið tekin skref aftur á bak með þann hóp.“ Guðmundur segir að það sé verið að reyna grípa fyrr inn í með meira samstarfi, til dæmis við leikskóla. Áður fyrr hafi vandi barna kannski ekki verið ávarpaður þar fyrr en þau færðust nær grunnskólaaldri. „En, það sem að truflar mig svolítið núna er það að mér finnst minn endi, það er þessi hópur sem, sem er á mínum enda málsins, þar erum við svona farin nánast að samþykkja það að neyslan eigi bara að fá að vera. Þeir voru komnir í skaðaminnkun á börn með fíkniefnaneyslu,“ segir hann og að þá sé reynt að halda börnum í sem minnstri neyslu, til að takmarka skaðann. „Það gengur illa að stoppa og, og það vantar kannski úrræðin til þess að stoppa.“ Guðmundur segist alltaf hafa gaman af þessu starfi vegna þess að hann upplifi reglulega árangur. Heldur alltaf áfram sama hvað „Ég upplifi jákvæða endurgjöf nánast daglega með einhverjum hætti,“ segir hann og að þó svo að hann fái endurteknar tilkynningar um sömu börn þá hafi hann alltaf sett sér það markmið að vera ekki síðasta vígið sem fellur í vörninni. „Ég mun halda áfram að gera mitt besta til þess að reyna að gera það sem ég á að gera. Ég er ekki meðferðaraðili. Það er mitt hlutverk þegar barnavernd biður um að hafa upp á barni að hafa upp á barninu. Það er mitt hlutverk að fara með barnið á þann stað þar sem ég er beðinn um að gera það. Og ég ætla að halda því áfram þó að ég sé ekki sáttur við hvað gerist svo.“ Guðmundur segir börnin oft finnast í strætó. Þau séu á ferðinni. Það sé langt síðan hann hafi þurft að vera að leita að börnum í „grenum“ þó að það hafi verið þannig þegar hann byrjaði 2014. „Það er í raun og veru bara algjör undantekning að þetta sé á einhverjum stað. Þau eru með öðrum ungmennum,“ segir hann og að oft séu það börn sem er ekki verið að leita að, en ætti mögulega að vera að leita að. Hann segir þau sitja í strætó, það sé hiti og frítt net. Hann segir þau ekkert endilega undir miklum áhrifum, en það geti vissulega gerst. Hann segir vagnstjóra og farþega láta vita af þeim en börnin skipti svo bara reglulega um vagn og þess vegna leiti hann líka á stórum stoppistöðvum. „Þá eru þetta stóru staðirnir, þetta er Mjóddin og þetta er Ártúnið, þetta er hérna, Fjörðurinn í Hafnarfirði og þessir staðir. Undantekning að 11 ára neyti vímuefna Guðmundur leitar að börnum allt frá 11 ára aldri og segir undantekningu að þessi ungu börn séu í neyslu. Það sé frekari hegðunarvandi sem þau glíma við. Elstu börnin sem hann leitar að eru svo fædd árið 2007 og eru að verða 18 ára á þessu ári. Þegar strætó hættir að ganga segir hann börnin yfirleitt finna sér gististað hjá öðrum börnum. Hann segir börnin langflest sætta sig við það þegar hann svo finnur þau. „Í einhverjum tilfellunum hlaupa þau og þegar ég hef kannski grun um að það muni gerast þá er ég búinn að fá kall eftir aðstoð,“ segir hann og að hann hlaupi sjálfur ekki langt. Bíða eftir bakvakt barnaverndar til að handjárna ung börn Hann segir lögreglu stundum þurfa að beita valbeitingu og stundum þurfi jafnvel að nota handjárn á barn. Lögreglan sé til dæmis í samtali við barnavernd núna um það þegar þörf sé á að handjárna barn undir 15 ára aldri þurfi að hringja í bakvakt barnaverndar. „Við erum við kannski í stórum slagsmálum einhvers staðar á einhverju bílaplani við barnið og eigum við að bíða í 40 mínútur á meðan við hringjum í bakvakt barnaverndar til að mæta á staðinn sem ætlar að tala við barnið. Við náttúrulega bara erum að tryggja öryggið, við erum að tryggja öryggi barnsins og okkar sjálfra. Þau geta slasað okkur og slasað sig.“ Hann segir þessi börn sem hann leitar að yfirleitt komið inn í kerfið en þau fari stundum svo hratt í gegn að kerfið nái ekki að grípa. Það séu biðlistar og skortur á úrræðum og það hafi áhrif. Hann segist sjá fjölskyldur sundrast og fjölgun hjónaskilnaða vegna þessara mála. Fólk detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og einhverjir hafi leitað inni á geðdeild. Guðmundur segir að einhverju leyti ætti að líta á þessi börn sem langveik börn. „Þarna er um að ræða annars konar langveik börn sem að virðist vera svolítið erfitt að fá kerfið til að átta sig á að sé heilbrigðisvandi meðan þau eru börn en hann breytist ekki bara á einni sekúndunni sem þau verða 18.“ Guðmundur segir sorglegt að sjá hversu langan tíma það taki fyrir kerfið að bregðast við þessum vanda. Hópurinn sé raunverulega ekki það stór og ábatinn sem kerfið fái bara í fjárfestingum í úrræðum sé verulegur.
Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Félagsmál Bítið Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. 17. nóvember 2025 19:01 Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. 2. desember 2025 09:08 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. 17. nóvember 2025 19:01
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. 2. desember 2025 09:08