Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2025 13:45 Claire Emslie getur sýnt syni sínum skoskættaðan bangsa á meðan hún nær upp fyrri getu til að skora mörk fyrir Angel City. @weareangelcity/Getty Bandaríska knattspyrnufélagið Angel City, sem Sveindís Jane Jónsdóttir spilar fyrir, hefur sýnt í verki að félagið hugsar vel um þá leikmenn sína sem sinna þurfa móðurhlutverkinu. Skoski landsliðsframherjinn Claire Emslie hefur verið leikmaður Angel City frá árinu 2022 en spilaði aðeins í upphafi nýafstaðins tímabils, áður en hún varð að draga sig í hlé vegna óléttunnar. Þær Sveindís eiga því eftir að spila saman þar sem Sveindís kom til Englaborgarinnar þegar vel var liðið á tímabilið, eftir EM í Sviss í sumar. Emslie var komið skemmtilega á óvart þegar hún mætti á æfingasvæði Angel City á dögunum, og fékk að sjá sérstakt „mæðraherbergi“ félagsins sem fengið hefur mikla upplyftingu. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Í herberginu eru allir helstu hlutir sem verðandi mæður gætu óskað sér, eða jafnvel fleira en Emslie er með heima hjá sér eins og hún benti á glaðbeitt og grínaðist með að ætla að stela einhverju með sér heim. Angel City leggur metnað sinn í að foreldrar og verðandi foreldrar geti notið sín í góðu umhverfi hjá félaginu, og félagið passar líka upp á smáatriðin eins og sjá mátti á einum bangsanum sem var að sjálfsögðu skoskt hálandanaut. „Guð minn góður, þetta er stórkostlegt. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Emslie þegar hún gekk inn í herbergið og kvaðst hlakka til að geta sýnt öllum litla strákinn sinn. Tímabilinu lauk snemma hjá Angel City, eða 2. nóvember, þar sem liðið endaði í 11. sæti af 14 liðum bandarísku deildarinnar og missti af sæti í úrslitakeppninni. Næsta leiktíð hefst um miðjan mars, eða eftir að Sveindís spilar með íslenska landsliðinu gegn heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands ytra, 3. og 7. mars. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Skoski landsliðsframherjinn Claire Emslie hefur verið leikmaður Angel City frá árinu 2022 en spilaði aðeins í upphafi nýafstaðins tímabils, áður en hún varð að draga sig í hlé vegna óléttunnar. Þær Sveindís eiga því eftir að spila saman þar sem Sveindís kom til Englaborgarinnar þegar vel var liðið á tímabilið, eftir EM í Sviss í sumar. Emslie var komið skemmtilega á óvart þegar hún mætti á æfingasvæði Angel City á dögunum, og fékk að sjá sérstakt „mæðraherbergi“ félagsins sem fengið hefur mikla upplyftingu. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Í herberginu eru allir helstu hlutir sem verðandi mæður gætu óskað sér, eða jafnvel fleira en Emslie er með heima hjá sér eins og hún benti á glaðbeitt og grínaðist með að ætla að stela einhverju með sér heim. Angel City leggur metnað sinn í að foreldrar og verðandi foreldrar geti notið sín í góðu umhverfi hjá félaginu, og félagið passar líka upp á smáatriðin eins og sjá mátti á einum bangsanum sem var að sjálfsögðu skoskt hálandanaut. „Guð minn góður, þetta er stórkostlegt. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Emslie þegar hún gekk inn í herbergið og kvaðst hlakka til að geta sýnt öllum litla strákinn sinn. Tímabilinu lauk snemma hjá Angel City, eða 2. nóvember, þar sem liðið endaði í 11. sæti af 14 liðum bandarísku deildarinnar og missti af sæti í úrslitakeppninni. Næsta leiktíð hefst um miðjan mars, eða eftir að Sveindís spilar með íslenska landsliðinu gegn heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands ytra, 3. og 7. mars.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira