Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 10. desember 2025 14:03 Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hilmarsson Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun