Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2025 15:02 Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun