Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar 10. desember 2025 16:03 Ég finn mig knúinn til að skrifa athugasemd þar sem málstaður Austurlands virðist ekki njóta stuðnings á landsvísu. Til að setja tilfinningar fólks í samhengi þá skipta samgöngur landsbyggðina gríðarlegu máli og það má jafnvel segja að því fámennara sem svæðið er, þeim mun meira máli skipta samgöngur. Austurland er fámennt svæði, og sá landshluti sem er lengst frá höfuðborginni. Samgöngur tengjast öllum öðrum málaflokkum. Egilsstaðir byggjast nánast eingöngu upp vegna staðsetningar sinnar á krossgötum, og samgöngur skipta þar öllu máli. Tryggar og greiðar samgöngur færa fólk nær hvert öðru og gefa samfélögum tækifæri til að vaxa, samanber Egilsstaði, sem er orðið langstærsta þéttbýli Austurlands og miðstöð þjónustu og samgangna í fjórðungnum, meðal annars sökum staðsetningar, flugvallarins og tengingar við öll sveitarfélög á Austurlandi. Frá 2011 hefur verið pólitísk samstaða um forgangsröðun jarðgangna á Austurlandi, bæði hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og síðar hjá Alþingi. Fjarðarheiðargöng fyrst og síðar göng um Mjóafjörð og til Norðfjarðar. Þar með er komin gríðarlega öflug hringtenging á Austurlandi sem ætti að vera greiðfær allt árið. Árið 2017 lagði verkefnishópur á vegum samgönguráðherra til einmitt þessa forgangsröðun. Fjarðarheiði er hæsti fjallvegur landsins sem er eina tenging þéttbýlis við önnur þéttbýli á landinu. Vegna bratta og veðurs hefur vegagerðin gefið út að ekki sé mögulegt að laga veginn. Yfir þessa heiði sækja Seyðfirðingar mestalla sína þjónustu, þá aðallega til Egilsstaða. Árið 2020 sameinuðust þessir staðir ásamt Djúpavogi og Borgarfirði eystra í Múlaþing og þá var lögð mikil áhersla á samgöngubætur til að tryggja grundvöll fyrir nýtt sveitarfélag. Á þessum árum, og reyndar enn í dag er rík krafa og raunar þrýstingur frá íslenska ríkinu um að smærri sveitarfélög sameinist. Í kringum sameining Múlaþings lofaði stjórnmálafólk endurtekið umræddum samgöngubótum og studdu þær með beinum orðum á framboðsfundum í kjördæminu. Nú hefur samgönguráðherra breytt forgangsröðun fyrri samgönguáætlunar og tekið Fjarðarheiðargöng af dagskrá. Áætlanir eiga að standast því ef þeim er breytt áður en þær eru framkvæmdar eru þær einskis virði. Auk þess hefur ráðherra orðið uppvís að afar slæmum vinnubrögðum sem við eigum ekki að sætta okkur við, burtséð frá forgangsröðun. Ég vísa til viðtals og greina Austurfréttar fyrir þá sem vilja kynna sé það frekar. Þegar í vor setti hann af stað undirbúning við Fljótagöng og breytti síðan áætlunum án nokkurs samráðs. Hann játaði að hafa ekki lesið skýrslu sem gerð var um jarðgangnakosti á Mið-Austurlandi. Einnig skipaði hann sjálfur tvo af þremur fulltrúum í Samgönguráð, og situr sjálfur sem fjórði maður, en Samgönguráð hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart samgönguyfirvöldum. Það kemur svo á daginn að öll fjögur í ráðinu eru úr Norðvesturkjördæmi. Þrenn af fermnum jarðgöngum á framlagðri, ósamþykktri áætlun eru svo í því sama kjördæmi. Málið er að austfirðingum finnst þeir fyllilega eiga innistæðu fyrir jarðgöngum í fjórðungnum. Þó þar búi aðeins 2,9% þjóðarinnar, koma 23% útflutningstekna þaðan. Af 50-60 milljörðum kr. sem settar eru í samgöngur árin 2026-2028 var um 1 milljarði ráðstafað á starfssvæði SSA. Nýlega voru veiðigjöld hækkuð og stjórnvöld sögðu að auknum tekjum yrði varið til uppbyggingar innviða. Þessi hækkun veiðigjalda nemur 3 milljörðum á ári, bara á Austurlandi. Bara hækkunin innan fjórðungsins myndi borga Fjarðarheiðargöng upp á 17 árum og Mjóafjarðargöng líka á 30 árum. Við upplifum að það sé verið að hlunnfara landshlutann því burtséð frá jarðgöngum er öllum stærri framkvæmdum frestað miðað við gildandi samgönguáætlun. Nýr vegur yfir Öxi verður ef til vill ekki tilbúinn fyrr en eftir 10 ár, en hann styttir hringveginn um tæpa 70 km. Það er leitun að annarri eins styttingu á landinu öllu. Umferðin yfir Öxi er yfir 100.000 bílar á ári og án alls efa versti vegarkafli á hringveginum ef sú leið er valin. Ef horft er eingöngu til þjóðvegar 1 þá er Suðurfjarðarvegur milli Fáskrúðsfjarðar og fjarðanna þar fyrir sunnan líklega með verstu vegköflunum hans. Verulegar endurbætur á Suðurfjarðarvegi eru á sömu leið, ekki til fyrr en eftir 10-15 ár samkvæmt framlögðum drögum að áætlun. Þessir vegir ásamt Fjarðarheiði eru með hættulegri vegköflum landsins og tölfræði vegagerðarinnar sýnir það svart á hvítu. En ráðherra ákveður að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu og setja Mjóafjarðargöng framar á dagskrá. Þar með væri búið að grafa jarðgöng sem tengja saman flest þéttbýli á Mið-Austurlandi, nema staðinn sem veitir mesta þjónustu í landshlutanum, Egilsstaði. Staðinn með flugvöllinn sem býr yfir einhverjum bestu flugskilyrðum landsins. Fjarðarheiði og Fagridalur skilja þá enn Egilsstaði og restina af Mið-Austurlandi að. Málið er auðvitað að vetrarfærðin skiptir öllu máli því allt er greiðfært á sumrin. Hringtengingin er þá um Fjarðarheiði, sem vænta má að verði minna þjónustuð en áður, þegar önnur leið verður fyrir Seyðfirðinga að fara. Fjarðarheiði sem er einn hættulegasti fjallvegur landsins. Seyðfirðingar verða þar með enn skornir frá sínu eigin sveitarfélagi og mestallri þjónustu sem þeir þurfa og vilja sækja. Er rétt að ráðamenn ákveði svona útfærslur þvert á vilja heimamanna? Þekkja heimamenn ekki aðstæður sínar best? Við, þegnar landsins, öll sem eitt eigum rétt á sanngjarnri meðhöndlun af hálfu ríkisins, en ríkisstjórnin gerir sig uppvísa um misbeitingu valds í þessu máli. Við vitum líka alveg hvað þetta þýðir; ef Fjarðarheiðargöng er of dýr núna þá er það ekkert að fara að breytast í framtíðinni. Að setja þau í bið jafngildir lífláti þeirra. Við upplifum þetta sem svik og gríðarlegt högg fyrir Austurland, Múlaþing ennfrekar, og Seyðfirðinga framar öllu. E.S. Þegar þessi pistill er skrifaður er Fjarðarheiði lokuð vegna veðurs. Stæður raflínunnar á heiðinni brotnar og rafmagn skammtað á Seyðisfirði. Höfundur er íbúi á Egilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég finn mig knúinn til að skrifa athugasemd þar sem málstaður Austurlands virðist ekki njóta stuðnings á landsvísu. Til að setja tilfinningar fólks í samhengi þá skipta samgöngur landsbyggðina gríðarlegu máli og það má jafnvel segja að því fámennara sem svæðið er, þeim mun meira máli skipta samgöngur. Austurland er fámennt svæði, og sá landshluti sem er lengst frá höfuðborginni. Samgöngur tengjast öllum öðrum málaflokkum. Egilsstaðir byggjast nánast eingöngu upp vegna staðsetningar sinnar á krossgötum, og samgöngur skipta þar öllu máli. Tryggar og greiðar samgöngur færa fólk nær hvert öðru og gefa samfélögum tækifæri til að vaxa, samanber Egilsstaði, sem er orðið langstærsta þéttbýli Austurlands og miðstöð þjónustu og samgangna í fjórðungnum, meðal annars sökum staðsetningar, flugvallarins og tengingar við öll sveitarfélög á Austurlandi. Frá 2011 hefur verið pólitísk samstaða um forgangsröðun jarðgangna á Austurlandi, bæði hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og síðar hjá Alþingi. Fjarðarheiðargöng fyrst og síðar göng um Mjóafjörð og til Norðfjarðar. Þar með er komin gríðarlega öflug hringtenging á Austurlandi sem ætti að vera greiðfær allt árið. Árið 2017 lagði verkefnishópur á vegum samgönguráðherra til einmitt þessa forgangsröðun. Fjarðarheiði er hæsti fjallvegur landsins sem er eina tenging þéttbýlis við önnur þéttbýli á landinu. Vegna bratta og veðurs hefur vegagerðin gefið út að ekki sé mögulegt að laga veginn. Yfir þessa heiði sækja Seyðfirðingar mestalla sína þjónustu, þá aðallega til Egilsstaða. Árið 2020 sameinuðust þessir staðir ásamt Djúpavogi og Borgarfirði eystra í Múlaþing og þá var lögð mikil áhersla á samgöngubætur til að tryggja grundvöll fyrir nýtt sveitarfélag. Á þessum árum, og reyndar enn í dag er rík krafa og raunar þrýstingur frá íslenska ríkinu um að smærri sveitarfélög sameinist. Í kringum sameining Múlaþings lofaði stjórnmálafólk endurtekið umræddum samgöngubótum og studdu þær með beinum orðum á framboðsfundum í kjördæminu. Nú hefur samgönguráðherra breytt forgangsröðun fyrri samgönguáætlunar og tekið Fjarðarheiðargöng af dagskrá. Áætlanir eiga að standast því ef þeim er breytt áður en þær eru framkvæmdar eru þær einskis virði. Auk þess hefur ráðherra orðið uppvís að afar slæmum vinnubrögðum sem við eigum ekki að sætta okkur við, burtséð frá forgangsröðun. Ég vísa til viðtals og greina Austurfréttar fyrir þá sem vilja kynna sé það frekar. Þegar í vor setti hann af stað undirbúning við Fljótagöng og breytti síðan áætlunum án nokkurs samráðs. Hann játaði að hafa ekki lesið skýrslu sem gerð var um jarðgangnakosti á Mið-Austurlandi. Einnig skipaði hann sjálfur tvo af þremur fulltrúum í Samgönguráð, og situr sjálfur sem fjórði maður, en Samgönguráð hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart samgönguyfirvöldum. Það kemur svo á daginn að öll fjögur í ráðinu eru úr Norðvesturkjördæmi. Þrenn af fermnum jarðgöngum á framlagðri, ósamþykktri áætlun eru svo í því sama kjördæmi. Málið er að austfirðingum finnst þeir fyllilega eiga innistæðu fyrir jarðgöngum í fjórðungnum. Þó þar búi aðeins 2,9% þjóðarinnar, koma 23% útflutningstekna þaðan. Af 50-60 milljörðum kr. sem settar eru í samgöngur árin 2026-2028 var um 1 milljarði ráðstafað á starfssvæði SSA. Nýlega voru veiðigjöld hækkuð og stjórnvöld sögðu að auknum tekjum yrði varið til uppbyggingar innviða. Þessi hækkun veiðigjalda nemur 3 milljörðum á ári, bara á Austurlandi. Bara hækkunin innan fjórðungsins myndi borga Fjarðarheiðargöng upp á 17 árum og Mjóafjarðargöng líka á 30 árum. Við upplifum að það sé verið að hlunnfara landshlutann því burtséð frá jarðgöngum er öllum stærri framkvæmdum frestað miðað við gildandi samgönguáætlun. Nýr vegur yfir Öxi verður ef til vill ekki tilbúinn fyrr en eftir 10 ár, en hann styttir hringveginn um tæpa 70 km. Það er leitun að annarri eins styttingu á landinu öllu. Umferðin yfir Öxi er yfir 100.000 bílar á ári og án alls efa versti vegarkafli á hringveginum ef sú leið er valin. Ef horft er eingöngu til þjóðvegar 1 þá er Suðurfjarðarvegur milli Fáskrúðsfjarðar og fjarðanna þar fyrir sunnan líklega með verstu vegköflunum hans. Verulegar endurbætur á Suðurfjarðarvegi eru á sömu leið, ekki til fyrr en eftir 10-15 ár samkvæmt framlögðum drögum að áætlun. Þessir vegir ásamt Fjarðarheiði eru með hættulegri vegköflum landsins og tölfræði vegagerðarinnar sýnir það svart á hvítu. En ráðherra ákveður að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu og setja Mjóafjarðargöng framar á dagskrá. Þar með væri búið að grafa jarðgöng sem tengja saman flest þéttbýli á Mið-Austurlandi, nema staðinn sem veitir mesta þjónustu í landshlutanum, Egilsstaði. Staðinn með flugvöllinn sem býr yfir einhverjum bestu flugskilyrðum landsins. Fjarðarheiði og Fagridalur skilja þá enn Egilsstaði og restina af Mið-Austurlandi að. Málið er auðvitað að vetrarfærðin skiptir öllu máli því allt er greiðfært á sumrin. Hringtengingin er þá um Fjarðarheiði, sem vænta má að verði minna þjónustuð en áður, þegar önnur leið verður fyrir Seyðfirðinga að fara. Fjarðarheiði sem er einn hættulegasti fjallvegur landsins. Seyðfirðingar verða þar með enn skornir frá sínu eigin sveitarfélagi og mestallri þjónustu sem þeir þurfa og vilja sækja. Er rétt að ráðamenn ákveði svona útfærslur þvert á vilja heimamanna? Þekkja heimamenn ekki aðstæður sínar best? Við, þegnar landsins, öll sem eitt eigum rétt á sanngjarnri meðhöndlun af hálfu ríkisins, en ríkisstjórnin gerir sig uppvísa um misbeitingu valds í þessu máli. Við vitum líka alveg hvað þetta þýðir; ef Fjarðarheiðargöng er of dýr núna þá er það ekkert að fara að breytast í framtíðinni. Að setja þau í bið jafngildir lífláti þeirra. Við upplifum þetta sem svik og gríðarlegt högg fyrir Austurland, Múlaþing ennfrekar, og Seyðfirðinga framar öllu. E.S. Þegar þessi pistill er skrifaður er Fjarðarheiði lokuð vegna veðurs. Stæður raflínunnar á heiðinni brotnar og rafmagn skammtað á Seyðisfirði. Höfundur er íbúi á Egilsstöðum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun