Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 12. desember 2025 07:32 Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun