Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 12. desember 2025 08:31 EES-samningurinn er eitt mikilvægasta verkfæri íslenskrar efnahagsstjórnar. Hann tryggir Íslandi aðgang að stærsta innri markaði í heimi, samræmir reglur sem auðvelda viðskipti og gerir fyrirtækjum okkar kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við evrópska samkeppnisaðila. Fyrir smáríki eins og Ísland hefur þessi samningur skapað stöðugleika og tækifæri sem við hefðum annars átt erfitt með að byggja upp sjálf. EES-samningurinn og innflytjendamál tengjast verulega vegna þess að samningurinn tryggir frjálsa för fólks á vinnumarkaði milli ríkja innan EES, öll aðildaríki ESB ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þetta þýðir að fólk frá Evrópu getur flutt til Íslands til starfa á sama hátt og Íslendingar geta unnið víðs vegar um Evrópu. Fyrirtæki á Íslandi hafa þannig getað mannað störf sem annars hefðu staðið opin, og innflytjendur sem koma til starfa starfa eru bein afleiðing af því samstarfi sem Ísland kaus að vera hluti af. Þeir eru hluti af því hagkerfi sem EES hefur hjálpað til við að byggja á Íslandi. Umræðan um EES hefur hins vegar breyst á síðustu misserum. Í stað þess að snúast um efnahagslegar staðreyndir hefur hún í auknum mæli orðið vettvangur tilfinninga og tortryggni. Þá heyrast raddir sem halda því fram að fjölgun útlendinga sé „ógn“ við samfélagið eða jafnvel fullveldið. Þessi frásögn endurspeglar fremur tilfinningar frekar en gagnreynda greiningu á stöðunni. Þegar ótti fær að ráða orðræðunni verða gögnin undir, þótt þau segi allt aðra sögu. Til að nálgast umræðuna af heiðarleika er mikilvægt að greina skýrt á milli ólíkra hópa. Flóttafólk kemur hingað vegna neyðar og þörf fyrir vernd. Innflytjendur sem koma til starfa, náms eða fjölskyldulífs standa hins vegar frammi fyrir allt öðrum hvötum. Meirihluti þeirra sem flytja til Íslands á síðustu árum er í leit að tækifærum, ekki vernd, og taka virkan þátt í íslensku samfélagi frá fyrsta degi. Innflytjendur eru nú stór og vaxandi hluti samfélagsins. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru þeir 18,2 prósent íbúa landsins 1. janúar 2024, og hlutfallið hefur nær tvöfaldast á síðasta áratug. Þessi þróun getur vakið spurningar og jafnvel óöryggi, en það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Gögnin sýna skýrt að þessi hópur er ekki byrði; hann er virkur þátttakandi. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú hæsta meðal OECD-ríkja, um 83 prósent. Flestir þeirra koma til að starfa, afla tekna og greiða skatta. Þeir fylla störf sem íslenskt vinnuafl ræður ekki við í nægjanlegu magni og stuðla að því að atvinnugreinar vaxi hraðar og þróist betur. Þeir eru því ekki aðeins hluti af efnahagslífinu, þeir eru hluti af því að gera okkur samkeppnishæfari og sveigjanlegri sem samfélag. Það skiptir þó máli að við séum skýr í orðræðunni. Flóttafólk þarf stuðning á meðan það aðlagast. Innflytjendur sem koma til starfa standa í allt öðrum sporum. Þegar þessir hópar eru settir undir sama hatt verður umræðan villandi og gefur ranga mynd af því hverjir leggja hvað til samfélagsins. Málflutningur sem byggir á ótta, hér við erlenda ríkisborgara, einfaldar flókin mál niður í tilfinningalegar skýringar sem standast ekki endilega samanburð við gögn. Slík nálgun getur hljómað sannfærandi í fyrstu, en hún gerir umræðuna þrengri og dregur athyglina frá raunverulegum áskorunum: hvernig við búum til innviði, húsnæði, þjónustu og tækifæri í síbreytilegu samfélagi. Það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga um framtíðina. Það er eðlilegt að ræða áhrif fjölbreytni. En til að sú umræða verði farsæl þarf hún að byggja á staðreyndum, ekki á tilfinningum og ógn. Við getum verið sanngjörn og raunhæf í einu og sama andartaki: styðja fólk sem þarf vernd, en líka tryggja að atvinnulíf og samfélag geti tekið á móti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum. Auðvitað koma fyrir einstaklingar sem reyna að nýta kerfið sér til ágóða. Slíkt gerist í öllum samfélögum og kallar á skýrar reglur og skilvirkar stofnanir. En það er ekki ástæða til að loka dyrunum fyrir heiðarlegt fólk sem vill starfa, skapa verðmæti og byggja framtíð sína á Íslandi. Ástæður fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í EES-samstarfinu liggja því fyrir: þetta samstarf gerir samfélaginu kleift að þróast hraðar, nýta betur þau tækifæri sem bjóðast og byggja upp fjölbreytt og sterkt atvinnulíf sem heldur áfram að skapa verðmæti fyrir allt landið. Það sem vantar í málflutning þeirra sem mála fjölgun innflytjenda sem ógn er heildarmyndin. Raddir sem tala eingöngu út frá eigin skoðunum en ekki gögnum gefa frá sér aðeins hálfan sannleikann. Hinn helmingurinn, sá sem byggir á staðreyndum, sýnir að innflytjendur eru ekki ógn heldur þátttakendur í framtíð Íslands. Við eigum að treysta okkur sjálfum til að ræða þetta af yfirvegun. Við eigum að skoða tölurnar, meta heildarmyndina og halda áfram samtalinu á málefnalegum og uppbyggilegum grunni. Íslendingar hafa alltaf verið þjóð sem byggir á skynsemi og réttlætiskennd. Það eigum við að halda í. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er eitt mikilvægasta verkfæri íslenskrar efnahagsstjórnar. Hann tryggir Íslandi aðgang að stærsta innri markaði í heimi, samræmir reglur sem auðvelda viðskipti og gerir fyrirtækjum okkar kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við evrópska samkeppnisaðila. Fyrir smáríki eins og Ísland hefur þessi samningur skapað stöðugleika og tækifæri sem við hefðum annars átt erfitt með að byggja upp sjálf. EES-samningurinn og innflytjendamál tengjast verulega vegna þess að samningurinn tryggir frjálsa för fólks á vinnumarkaði milli ríkja innan EES, öll aðildaríki ESB ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þetta þýðir að fólk frá Evrópu getur flutt til Íslands til starfa á sama hátt og Íslendingar geta unnið víðs vegar um Evrópu. Fyrirtæki á Íslandi hafa þannig getað mannað störf sem annars hefðu staðið opin, og innflytjendur sem koma til starfa starfa eru bein afleiðing af því samstarfi sem Ísland kaus að vera hluti af. Þeir eru hluti af því hagkerfi sem EES hefur hjálpað til við að byggja á Íslandi. Umræðan um EES hefur hins vegar breyst á síðustu misserum. Í stað þess að snúast um efnahagslegar staðreyndir hefur hún í auknum mæli orðið vettvangur tilfinninga og tortryggni. Þá heyrast raddir sem halda því fram að fjölgun útlendinga sé „ógn“ við samfélagið eða jafnvel fullveldið. Þessi frásögn endurspeglar fremur tilfinningar frekar en gagnreynda greiningu á stöðunni. Þegar ótti fær að ráða orðræðunni verða gögnin undir, þótt þau segi allt aðra sögu. Til að nálgast umræðuna af heiðarleika er mikilvægt að greina skýrt á milli ólíkra hópa. Flóttafólk kemur hingað vegna neyðar og þörf fyrir vernd. Innflytjendur sem koma til starfa, náms eða fjölskyldulífs standa hins vegar frammi fyrir allt öðrum hvötum. Meirihluti þeirra sem flytja til Íslands á síðustu árum er í leit að tækifærum, ekki vernd, og taka virkan þátt í íslensku samfélagi frá fyrsta degi. Innflytjendur eru nú stór og vaxandi hluti samfélagsins. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru þeir 18,2 prósent íbúa landsins 1. janúar 2024, og hlutfallið hefur nær tvöfaldast á síðasta áratug. Þessi þróun getur vakið spurningar og jafnvel óöryggi, en það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Gögnin sýna skýrt að þessi hópur er ekki byrði; hann er virkur þátttakandi. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú hæsta meðal OECD-ríkja, um 83 prósent. Flestir þeirra koma til að starfa, afla tekna og greiða skatta. Þeir fylla störf sem íslenskt vinnuafl ræður ekki við í nægjanlegu magni og stuðla að því að atvinnugreinar vaxi hraðar og þróist betur. Þeir eru því ekki aðeins hluti af efnahagslífinu, þeir eru hluti af því að gera okkur samkeppnishæfari og sveigjanlegri sem samfélag. Það skiptir þó máli að við séum skýr í orðræðunni. Flóttafólk þarf stuðning á meðan það aðlagast. Innflytjendur sem koma til starfa standa í allt öðrum sporum. Þegar þessir hópar eru settir undir sama hatt verður umræðan villandi og gefur ranga mynd af því hverjir leggja hvað til samfélagsins. Málflutningur sem byggir á ótta, hér við erlenda ríkisborgara, einfaldar flókin mál niður í tilfinningalegar skýringar sem standast ekki endilega samanburð við gögn. Slík nálgun getur hljómað sannfærandi í fyrstu, en hún gerir umræðuna þrengri og dregur athyglina frá raunverulegum áskorunum: hvernig við búum til innviði, húsnæði, þjónustu og tækifæri í síbreytilegu samfélagi. Það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga um framtíðina. Það er eðlilegt að ræða áhrif fjölbreytni. En til að sú umræða verði farsæl þarf hún að byggja á staðreyndum, ekki á tilfinningum og ógn. Við getum verið sanngjörn og raunhæf í einu og sama andartaki: styðja fólk sem þarf vernd, en líka tryggja að atvinnulíf og samfélag geti tekið á móti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum. Auðvitað koma fyrir einstaklingar sem reyna að nýta kerfið sér til ágóða. Slíkt gerist í öllum samfélögum og kallar á skýrar reglur og skilvirkar stofnanir. En það er ekki ástæða til að loka dyrunum fyrir heiðarlegt fólk sem vill starfa, skapa verðmæti og byggja framtíð sína á Íslandi. Ástæður fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í EES-samstarfinu liggja því fyrir: þetta samstarf gerir samfélaginu kleift að þróast hraðar, nýta betur þau tækifæri sem bjóðast og byggja upp fjölbreytt og sterkt atvinnulíf sem heldur áfram að skapa verðmæti fyrir allt landið. Það sem vantar í málflutning þeirra sem mála fjölgun innflytjenda sem ógn er heildarmyndin. Raddir sem tala eingöngu út frá eigin skoðunum en ekki gögnum gefa frá sér aðeins hálfan sannleikann. Hinn helmingurinn, sá sem byggir á staðreyndum, sýnir að innflytjendur eru ekki ógn heldur þátttakendur í framtíð Íslands. Við eigum að treysta okkur sjálfum til að ræða þetta af yfirvegun. Við eigum að skoða tölurnar, meta heildarmyndina og halda áfram samtalinu á málefnalegum og uppbyggilegum grunni. Íslendingar hafa alltaf verið þjóð sem byggir á skynsemi og réttlætiskennd. Það eigum við að halda í. Höfundur er háskólanemi
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun