Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 11:03 Lynn Williams heitir nú Lynn Biyendolo en er áfram í stóru hlutverki í bandaríska landsliðinu. Getty/Brad Smith Bandaríski landsliðsframherjinn Lynn Williams heitir ekki lengur Lynn Williams. Hér eftir mun standa á treyju hennar Biyendolo. Lynn var búin að skapa sér nafn undir Williams-nafninu með 21 marki í 75 landsleikjum fyrir Bandaríkin og með því að hjálpa þremur félögum, Western New York Flash (2016), North Carolina Courage (2018, 2019) og NJ/NY Gotham (2023), að vera bandarískur meistari. Lynn giftist Marley Biyendolo í desember í fyrra og tók um Biyendolo-nafnið á þessu ári þar sem hún hefur bætt við fjórum mörkum í átta landsleikjum. Lynn útskýrði í hlaðvarpsþætti Ali Riley og Sydney Leroux, Bffr-Show, af hverju hún ákvað að skipta út Williams-nafninu fyrir Biyendolo. Tvær í heiminum með Biyendolo-nafnið „Ég held að það séu aðeins tvær fjölskyldur í heiminum með Biyendolo-nafnið. Í afrískri menningu, að minnsta kosti í Kongó, er hægt að gefa nafn í stað þess að það gangi í erfðir. Þar er þetta nafn álitið virðingarnafn,“ sagði Lynn. „Á meðan, með fullri virðingu, er Williams augljóslega þrælanafn einhvers staðar í ættinni. Það sem réð úrslitum fyrir mig var þegar ég var í feðginadansinum og pabbi minn sagði bara, þú ættir að breyta nafninu á treyjunni þinni,“ sagði Lynn. Einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt „Ég hugsaði, auðvitað ætla ég að gera það. Ofan á það, með þessari ríkisstjórn sem er við völd í landinu okkar, var þetta svolítið eins og að sýna þeim fingurinn í hvert skipti sem ég skoraði mark og einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt. Ég hugsaði, já, við erum að endurheimta okkar sess,“ sagði Lynn. View this post on Instagram A post shared by BFFR (@bffrshow) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Lynn var búin að skapa sér nafn undir Williams-nafninu með 21 marki í 75 landsleikjum fyrir Bandaríkin og með því að hjálpa þremur félögum, Western New York Flash (2016), North Carolina Courage (2018, 2019) og NJ/NY Gotham (2023), að vera bandarískur meistari. Lynn giftist Marley Biyendolo í desember í fyrra og tók um Biyendolo-nafnið á þessu ári þar sem hún hefur bætt við fjórum mörkum í átta landsleikjum. Lynn útskýrði í hlaðvarpsþætti Ali Riley og Sydney Leroux, Bffr-Show, af hverju hún ákvað að skipta út Williams-nafninu fyrir Biyendolo. Tvær í heiminum með Biyendolo-nafnið „Ég held að það séu aðeins tvær fjölskyldur í heiminum með Biyendolo-nafnið. Í afrískri menningu, að minnsta kosti í Kongó, er hægt að gefa nafn í stað þess að það gangi í erfðir. Þar er þetta nafn álitið virðingarnafn,“ sagði Lynn. „Á meðan, með fullri virðingu, er Williams augljóslega þrælanafn einhvers staðar í ættinni. Það sem réð úrslitum fyrir mig var þegar ég var í feðginadansinum og pabbi minn sagði bara, þú ættir að breyta nafninu á treyjunni þinni,“ sagði Lynn. Einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt „Ég hugsaði, auðvitað ætla ég að gera það. Ofan á það, með þessari ríkisstjórn sem er við völd í landinu okkar, var þetta svolítið eins og að sýna þeim fingurinn í hvert skipti sem ég skoraði mark og einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt. Ég hugsaði, já, við erum að endurheimta okkar sess,“ sagði Lynn. View this post on Instagram A post shared by BFFR (@bffrshow)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira