Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 12. desember 2025 11:03 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun