Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2025 13:02 María Fjóla forstjóri Hrafnistu tekur undir áhyggjur forstjóra Landspítala af fráflæðisvanda. Ástandið á bráðamóttökunni sýni hve viðkvæmt kerfið er. Vísir/Bjarni Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16