Innlent

Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarð­veg

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um vistaskipti Dóru Bjartar oddvita Pírata í Borgarstjórn en nú fyrir hádegið tilkynnti hún óvænt um að hún væri gengin í Samfylkinguna. 

Við fjöllum um þessar breytingar og fáum viðbrögð úr ráðhúsinu í fréttatímanum. 

Einnig verður nýgerður makrílsamningur Íslendinga við nokkur ríki ræddur en hann fellur vægast sagt í grýttan jarðveg hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Að auki fjöllum við áfram um skýrsluna um snjóflóðið í Súðavík sem kynnt var í gær og ræðum við forseta Alþingis.

Í sportpakkanum verður farið yfir bikarkepnina í körfu sem fram fór í gær og hinn bráðfjöruga markaleik sem háður var í Manchester í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×