Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 08:33 Aryna Sabalenka, besta tenniskona heims, kælir sig niður á Wimbledon-mótinu i sumar. Getty/Ben Whitley Samtök atvinnumanna í tennis, ATP, hafa gefið út nýjar hitareglur sem gilda frá og með keppnistímabilinu 2026. Reglurnar hafa það markmið að verja keppendur fyrir miklum hita í leikjum sínum. ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Tennis Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Sjá meira
ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Tennis Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Sjá meira