Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 20:13 Birgir Sverrisson er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands en hlutverk þess er að lágmarka ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks hér á landi. Samsett/Getty/Vísir Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands varar við afleiðingum þess að „Steraleikarnir“ svokölluðu verði haldnir í fyrsta sinn á næsta ári. Skilaboðin til ungs fólks komi til með að auka enn á ranghugmyndir um æskilega líkamsímynd. „Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt,“ skrifar Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í aðsendri grein á Vísi í dag. Leikarnir heita í rauninni „Enhanced Games“ og eru hugarfóstur ástralska auðkýfingsins Aron D‘Souza. Hugmyndin er sú að halda íþróttakeppni þar sem engar kröfur eru um lyfjapróf, svo keppendur geti notað þau árangursaukandi efni sem þeir kjósa, öfugt við það sem almennt gengur og gerist í íþróttum. Áætlað er að leikarnir verði í Las Vegas í maí. Eins og Birgir bendir á í grein sinni þá hefur skipuleggjendum tekist að lokka til sín öflugt íþróttafólk með loforðum um há peningaverðlaun. Fólkið virðist þannig tilbúið að taka áhættu með eigið líf í von um peninga og frægð. Keppandi sé ekki í augljósri lífshættu í keppni Þó að engin lyfjapróf séu á leikunum þá mun íþróttafólkið þurfa að gangast undir læknisskoðun en Birgir segir afar óljóst um hvað hún eigi að snúast, annað en að sjá til þess að fólk sé ekki hreinlega í lífshættu í keppninni. „Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur,“ skrifar Birgir og bætir við: „Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram.“ Eitruð skilaboð til ungs fólks Birgir bendir á þann augljósa galla við Steraleikana að í lyfjamisnotkun felist alltaf áhætta og að mjög algengt sé að aukaverkanir komi ekki í ljós fyrr en eftir að notkun er hætt, og geti þá verið óafturkræfar. Efnin veiti sem sagt skammgóðan vermi og læknisskoðunin sé ekki til þess að meta framtíðarskaða. Svo eru það áhrifin á börn og unglinga: „Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir,“ skrifar Birgir og heldur áfram: „Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“.“ Steraleikarnir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
„Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt,“ skrifar Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í aðsendri grein á Vísi í dag. Leikarnir heita í rauninni „Enhanced Games“ og eru hugarfóstur ástralska auðkýfingsins Aron D‘Souza. Hugmyndin er sú að halda íþróttakeppni þar sem engar kröfur eru um lyfjapróf, svo keppendur geti notað þau árangursaukandi efni sem þeir kjósa, öfugt við það sem almennt gengur og gerist í íþróttum. Áætlað er að leikarnir verði í Las Vegas í maí. Eins og Birgir bendir á í grein sinni þá hefur skipuleggjendum tekist að lokka til sín öflugt íþróttafólk með loforðum um há peningaverðlaun. Fólkið virðist þannig tilbúið að taka áhættu með eigið líf í von um peninga og frægð. Keppandi sé ekki í augljósri lífshættu í keppni Þó að engin lyfjapróf séu á leikunum þá mun íþróttafólkið þurfa að gangast undir læknisskoðun en Birgir segir afar óljóst um hvað hún eigi að snúast, annað en að sjá til þess að fólk sé ekki hreinlega í lífshættu í keppninni. „Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur,“ skrifar Birgir og bætir við: „Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram.“ Eitruð skilaboð til ungs fólks Birgir bendir á þann augljósa galla við Steraleikana að í lyfjamisnotkun felist alltaf áhætta og að mjög algengt sé að aukaverkanir komi ekki í ljós fyrr en eftir að notkun er hætt, og geti þá verið óafturkræfar. Efnin veiti sem sagt skammgóðan vermi og læknisskoðunin sé ekki til þess að meta framtíðarskaða. Svo eru það áhrifin á börn og unglinga: „Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir,“ skrifar Birgir og heldur áfram: „Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“.“
Steraleikarnir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira