Lífið

Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kviss ársins var einstaklega vel heppnað að þessu sinni.
Kviss ársins var einstaklega vel heppnað að þessu sinni.

Í síðasta Kviss þætti ársins var farið yfir árið með skemmtilegum hætti. Þar mættu vel valdir gestir og svöruðu spurningum Björns Braga Arnarsonar sem allar áttu það sameiginlegt að fjalla um atburði ársins og oftast eitthvað sem átti sér stað síðustu tólf mánuði.

Skipt var í tvö þriggja manna lið. Í öðru þeirra voru þau Friðrik Ómar, Saga Garðars og Rúrik Gíslason.

Í hinu mættu þau Katrín Halldóra, Steindi Jr. og Sveppi. Keppnin var spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í næstsíðustu spurningu þegar spurt var um fyrirsögn á frétt Vísis. 

Í fyrirsögninni kom fram að fólk hafi verið ælandi, öskrandi og grátandi þegar ákveðinn hlutur átti sér stað. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Sýn+ núna. 

Klippa: Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.