Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. desember 2025 11:30 Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar