Innlent

Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um samfélagsmiðlanotkun barna á Íslandi en ný könnun sýnir mikinn stuðning við að slík notkun verði takmörkuð eða jafnvel bönnuð. 

Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið.

Þá fjöllum við um árið sem er að líða en það mun vera eitt af þremur hlýjustu árum jarðar frá því mælingar hófust.

Að auki kíkjum við á björgunarsveitirnar sem standa nú í sinni árlegu flugeldasölu og tökum púlsinn á því hvernig salan gengur og hvernig viðra muni til rakettuskota. 

Í sportpakkanum höldum við áfram umfjöllun um HM í pílukasti sem nálgast nú hápunktinn og þá verður hitað upp fyrir risaleik í enska boltanum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×