Enski boltinn

„Þú færð ekkert fyrir að vera heiðar­legur“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hugo Ekitike var heiðarleikinn uppmálaður í leiknum gegn Leeds. 
Hugo Ekitike var heiðarleikinn uppmálaður í leiknum gegn Leeds.  Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images

Liverpool vildi fá vítaspyrnu snemma leiks gegn Leeds í gær þegar rifið var í framherjann Hugo Ekitike.

„Bolti inn fyrir og Ekitiké tekur sér klárlega stöðu fyrir framan varnarmanninn. Ég sagði strax þegar sá þetta: Af hverju detturðu ekki?“ spurði þáttastjórnandi Messunnar, Ríkharð Óskar Guðnason.

„Já það hefur alltaf verið þannig, því miður, að til þess að fá eitthvað þarftu að fara niður. Arne Slot hefur imprað á því hversu heiðarlegir þeir eru og eigi ekki að breytast. 

En þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur í fótbolta. Ég veit ekki af hverju Slot er að impra á því, að þeir séu svo heiðarlegir, þú færð ekkert fyrir það“ svaraði Kjartan Henry Finnbogason þá en ítrekaði að hann væri ekki að hvetja menn til að setja upp leiksýningar.

„Mér finnst þetta bara ekki vera víti“ skaut Adda Baldursdóttir þá inn í.

Dæmi hver fyrir sig en atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Átti Liverpool að fá víti gegn Leeds?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×