Sport

Ungu strákarnir mætast í úr­slita­leiknum á HM í pilu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gian van Veen er ríkjandi Evrópumeistari og getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað kvöld.
Gian van Veen er ríkjandi Evrópumeistari og getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað kvöld. Getty/Steven Paston

Heimsmeistari unglinga mætir heimsmeistara fullorðinna í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í ár en þeir munu þar með bjóða upp á yngsta úrslitaleik sögunnar.

Hinn 23 ára gamli Gian van Veen tryggði sér sæti í sínum fyrsta úrslitaleik á HM eftir 6-3 sigur á reynsluboltanum Gary Anderson.

Leikur þeirra í kvöld var frábær skemmtun og það var magnað að sjá Van Veen komast í 4-1 þrátt fyrir frábæra spilamennsku hjá Anderson. Sá hollenski spilaði bara enn betur.

Anderson komst í 1-0 með því að vinna fyrsta settið 3-1. Van Veen var fljótur að jafna og var síðan kominn í 3-1 í settum eftir fjórða settið. Fimmta settið var síðan eitt það rosalegasta sem hefur beðið upp á á HM:

Anderson var þá meðaltal upp á 117 en það dugði ekki því Van Veen tryggði sér sigur í oddaleggnum og var þar með kominn í 4-1 í leiknum. Brekkan var því brött fyrir reynsluboltann.

Anderson bauð samt upp á smá endurkomu og minnkaði muninn í 4-3 með því að vinna tvö sett í röð en sá hollenski fór ekkert á taugum og tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin.

Van Veen mætir Luke Littler í úrslitaleiknum en Littler, sem er ríkjandi heimsmeistari, er aðeins átján ára. Meðalaldurinn í úrslitaleiknum verður því rétt yfir tvítugu.

Gian van Veen hefur átt frábært ár en hann varð Evrópumeistari fyrr á árinu og hefur einnig tvisvar orðið heimsmeistari unglinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×