Fótbolti

AC Milan hoppaði upp fyrir ná­granna sína og í topp­sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Leao fagnar mikilvægu marki sínu fyrir AC Milan í kvöld.
Rafael Leao fagnar mikilvægu marki sínu fyrir AC Milan í kvöld. Getty/Claudio Villa

AC Milan komst í kvöld í efsta sætið í Seríu A á Ítalíu eftir nauman útisigur á Cagliari.

Eftir þennan sigur er AC Milan með tveimur stigum meira en nágrannar þeirra í Internazionale sem voru á toppnum fyrir sautjándu umferðina. Inter-menn eiga samt leik inni á móti Bologna á sunnudaginn.

AC Milan vann leikinn, sem var spilaður á eyjunni Sardiníu, 1-0, þökk sé marki Portúgalans Rafael Leao á 50. mínútu.

Leao skoraði markið með skoti úr teignum eftir stoðsendingu frá Adrien Rabiot.

AC Milan hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu en er með ellefu sigra og fimm jafntefli.

Liðið hefur nú spilað sextán deildarleiki í röð án þess að tapa leik en liðið tapaði óvænt á móti Cremonese í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×