„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2026 21:55 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárásir á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Vonast eftir lýðræðislegum umbótum í kjölfar valdaráns Í viðtali á Vísi sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra að Ísland geri þá kröfu að farið sé eftir stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og öðrum alþjóðalögum sama hver eigi í hlut en gekk ekki svo langt að fordæma aðgerðir Bandaríkjamanna. „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar,“ sagði hún meðal annars. Árásin sem Bandaríkjamenn gerðu á Venesúela í nótt var gerð án þess að kosið væri um það. Raunar sagði Trump forseti það sjálfur að Bandaríkjaþingi væri ekki treystandi með þess konar upplýsingar. Allar skoðanakannanir benda einnig til þess að bandaríska þjóðin styðji þessar aðgerðir engan veginn. „Ekki bara þegar hentar“ Svandís Svavarsdóttir er afdráttarlausari í viðbrögðum sínum. Hún segir líkt og utanríkisráðherra að Maduro eigi enga vorkunn skilið, en að brot á alþjóðalögum séu ólíðandi. „Vopnuð innrás í annað ríki er afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Smáríki eins og Ísland eiga allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt – alltaf, ekki bara þegar það hentar,“ segir hún. „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar. Ísland á að tala skýrt,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna. Utanríkismál Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárásir á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Vonast eftir lýðræðislegum umbótum í kjölfar valdaráns Í viðtali á Vísi sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra að Ísland geri þá kröfu að farið sé eftir stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og öðrum alþjóðalögum sama hver eigi í hlut en gekk ekki svo langt að fordæma aðgerðir Bandaríkjamanna. „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar,“ sagði hún meðal annars. Árásin sem Bandaríkjamenn gerðu á Venesúela í nótt var gerð án þess að kosið væri um það. Raunar sagði Trump forseti það sjálfur að Bandaríkjaþingi væri ekki treystandi með þess konar upplýsingar. Allar skoðanakannanir benda einnig til þess að bandaríska þjóðin styðji þessar aðgerðir engan veginn. „Ekki bara þegar hentar“ Svandís Svavarsdóttir er afdráttarlausari í viðbrögðum sínum. Hún segir líkt og utanríkisráðherra að Maduro eigi enga vorkunn skilið, en að brot á alþjóðalögum séu ólíðandi. „Vopnuð innrás í annað ríki er afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Smáríki eins og Ísland eiga allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt – alltaf, ekki bara þegar það hentar,“ segir hún. „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar. Ísland á að tala skýrt,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna.
Utanríkismál Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira