Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Aron Guðmundsson skrifar 7. janúar 2026 09:02 Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, hefur vanist því að vera í fjölmiðlafárinu í kringum liðið og tekist að loka sig frá hávaðanum. Athyglin sé af hinu góða og skárri staða heldur en ef öllum væri drullusama. Freyr hefur nú verið þjálfari Brann í tæpt ár og vakti það athygli á sínum tíma þegar norskir fjölmiðlamenn sátu fyrir honum á flugvellinum í Bergen á sínum tíma er hann var að klára sín mál gagnvart félaginu. Reyndist það aðeins toppurinn á ísjakanum þegar talað er um þá athygli sem er á öllu sem við kemur Brann. Þar fylgjast fjölmiðlar með hverri einustu æfingu liðsins og kastljósið er mikið. Því hafði Freyr ekki kynnst áður á sínum ferli en hefur þurft að venjast. „Já það er ótrúlegt að þetta venjist,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Því þetta er svo mikið brjálæði. Það sem ég finn er að þetta tekur rosalega mikla orku frá mér. Það sem ég hef lært er að svamla bara einhvern veginn í þessu, loka hávaðann frá mér. Ég fylgist ekki með neinu.“ Lokar sig af Í byrjun hafi hann viljað sjá hvernig landið lægi. „Ég verð auðvitað að vita einhverja hluti, verð að vita hvað er í gangi. Stundum þarf ég að vernda leikmennina mína eða félagið og svara fyrir ákveðna hluti. En ég get ekki fylgst með þessu og er því með fólk í því að koma til mín ef ég þarf að grípa inn í eitthvað. En hávaðinn er nægilega hár til þess að ég loki mig hreinlega af gagnvart þeim hluta. En ég á í mjög góðum samskiptum við fjölmiðlana hér í Noregi en þetta er mikið, ég er búinn að eyða of miklum tíma með þeim verð ég að segja.“ Freyr skömmu eftir komuna til Bergen, umkringdur fjölmiðlamönnumMynd: BA.no Vill frekar hafa þetta svona Brann endaði í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys en á enn góðan möguleika að komast á næsta stig Evrópudeildarinnar. Stuðningsmenn liðsins eru ástríðufullir og stuðningurinn magnaður, uppselt á alla leiki og þó að athyglin sé mikil, stundum of mikil, eru þetta forréttindi sem Freyr tekur ekki sem gefnu. „Maður má ekki gleyma því að þetta eru líka forréttindi. Það eru forréttindi að það sé uppselt á alla leiki hjá okkur, við höfum spilað 48 mótsleiki og á heimavelli er alltaf uppselt, fleiri þúsund manns fylgja okkur síðan á alla okkar útileiki. Það eru forréttindi að hver einasti maður í bænum sýni kærleika og ást í kringum fótboltaliðið sitt sem skiptir þá svo miklu máli. Maður verður að njóta þess á sama tíma og það fylgir því ábyrgð. Ég reyni að gera það. Stundum verður maður þreyttur á athyglinni og umtalinu en maður vill frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama um það sem maður er að gera.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Freyr hefur nú verið þjálfari Brann í tæpt ár og vakti það athygli á sínum tíma þegar norskir fjölmiðlamenn sátu fyrir honum á flugvellinum í Bergen á sínum tíma er hann var að klára sín mál gagnvart félaginu. Reyndist það aðeins toppurinn á ísjakanum þegar talað er um þá athygli sem er á öllu sem við kemur Brann. Þar fylgjast fjölmiðlar með hverri einustu æfingu liðsins og kastljósið er mikið. Því hafði Freyr ekki kynnst áður á sínum ferli en hefur þurft að venjast. „Já það er ótrúlegt að þetta venjist,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Því þetta er svo mikið brjálæði. Það sem ég finn er að þetta tekur rosalega mikla orku frá mér. Það sem ég hef lært er að svamla bara einhvern veginn í þessu, loka hávaðann frá mér. Ég fylgist ekki með neinu.“ Lokar sig af Í byrjun hafi hann viljað sjá hvernig landið lægi. „Ég verð auðvitað að vita einhverja hluti, verð að vita hvað er í gangi. Stundum þarf ég að vernda leikmennina mína eða félagið og svara fyrir ákveðna hluti. En ég get ekki fylgst með þessu og er því með fólk í því að koma til mín ef ég þarf að grípa inn í eitthvað. En hávaðinn er nægilega hár til þess að ég loki mig hreinlega af gagnvart þeim hluta. En ég á í mjög góðum samskiptum við fjölmiðlana hér í Noregi en þetta er mikið, ég er búinn að eyða of miklum tíma með þeim verð ég að segja.“ Freyr skömmu eftir komuna til Bergen, umkringdur fjölmiðlamönnumMynd: BA.no Vill frekar hafa þetta svona Brann endaði í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys en á enn góðan möguleika að komast á næsta stig Evrópudeildarinnar. Stuðningsmenn liðsins eru ástríðufullir og stuðningurinn magnaður, uppselt á alla leiki og þó að athyglin sé mikil, stundum of mikil, eru þetta forréttindi sem Freyr tekur ekki sem gefnu. „Maður má ekki gleyma því að þetta eru líka forréttindi. Það eru forréttindi að það sé uppselt á alla leiki hjá okkur, við höfum spilað 48 mótsleiki og á heimavelli er alltaf uppselt, fleiri þúsund manns fylgja okkur síðan á alla okkar útileiki. Það eru forréttindi að hver einasti maður í bænum sýni kærleika og ást í kringum fótboltaliðið sitt sem skiptir þá svo miklu máli. Maður verður að njóta þess á sama tíma og það fylgir því ábyrgð. Ég reyni að gera það. Stundum verður maður þreyttur á athyglinni og umtalinu en maður vill frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama um það sem maður er að gera.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira