Innlent

Vara við norð­austan hríð á sunnan­verðu landinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Líklegt er að færð spillist á Suðurlandi í kvöld.
Líklegt er að færð spillist á Suðurlandi í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan varar við norðaustan hríð á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld og á morgun. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan fimm á Suðausturlandi í kvöld og klukkan 22:00 á Suðurlandi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að á Suðausturlandi megi búast við norðaustanhvassviðri fimmtán til 23 metra á sekúndu og snjókomu, hvassast í Öræfum. Búast megi við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þar sem afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Viðvörunin er í gildi frá 17:00 til 22:00 annað kvöld í landshlutanum.

Á Suðurlandi verður staðan svipuð með norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu undir Eyjafjöllum. Þar má líka búast við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum og lokanir á vegum líklegar. Viðvörunin er í gildi frá 22:00 í kvöld og þar til klukkan 21:00 annað kvöld.

Fylgjast má með uppfærslum á spám Veðurstofunnar á vef stofnunarinnar.

Af vef Veðurstofunnar nú í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×