Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. janúar 2026 20:59 Það er símabann í Álftamýrarskóla. vísir/bjarni Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Boðað símabann barna- og menntamálaráðherra hefur þegar vakið misjöfn viðbrögð. Til að mynda sagði þingmaður Viðreisnar að þar sem símabann er nú þegar við lýði noti nemendur hverja lausa stund til að stelast í símann fyrir utan skólalóðina eða heima fyrir. Gangar skóla stæðu tómir. Skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við könnuðust ekki við það að gangarnir væru tómir og þar á meðal var Álftamýrarskóli þar sem mikið líf var á göngum skólans þegar fréttastofa leit við í frímínútum. Hljóðið í nemendum hækkað töluvert Þar var símabann innleitt í skrefum á síðustu þremur árum. „Við byrjuðum á því að viðra þessa hugmynd og vinna hana með nemendum og foreldrum auðvitað líka að gefa símanum frí hérna í skólanum. Það þurfti að hugsa þetta í skrefum. Það var ekki fyrr en við tókum afdráttarlausa afstöðu og fundum símanum stað á meðan á skólanum stendur. Annaðhvort er hann í töskunni eða inni í skáp hjá kennara á meðan á skólanum stendur. Þá fór þetta að ganga vel,“ sagði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að bjóða krökkunum upp á eitthvað annað í stað símans að hennar mati. „Það eru spil inni í stofunum. Það var keypt borðtennisborð af foreldrafélaginu. Við höfum leyft nemendum að fara út í íþróttahús í leiki. Þeim er frjálst að fara út í frímínútum líka þótt það sé ekki það vinsælasta í heimi á unglingastigi. Og svo bara spjalla þau. Það verður að segjast eins og er að um leið og síminn fór í töskuna þá hækkaði hljóðið í nemendum. Það er bara jákvætt.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla.vísir/bjarni Nemendur stelist stundum í símann „Ég var í Valhúsaskóla og þá mátti maður vera með símann en síðan kom ég hingað í áttunda bekk fyrir tveimur árum og þá mátti ekki vera í símanum. Ég var fyrst frekar pirraður út í það en það er bara betra að vera ekki í símanum. Það voru allir bara í símanum í Valhúsaskóla. Fólk er meira að tala saman hér,“ sagði Sigmar í tíunda bekk. „Það er gott að taka smá pásu þegar maður er í skólanum. Maður á bara að læra. Það eru nokkrir sem stelast í símann. Ég hef alveg gert það nokkru sinnum en ég er aldrei í símanum í skólanum,“ sagði Andri sem er einnig í tíunda bekk. Ég sé að þú ert með símann. Ertu mikið að kíkja í hann á skólatíma? „Nei, sko, ég skil hann bara oftast eftir heima. Þetta var bara þannig dagur,“ sagði Hafliði Kjeld sem sagði betra að vera í skóla með símabanni þó að síminn væri sýnilegur í vasanum á meðan á viðtali stóð. Fleiri nemendur sáust með síma uppi við þó að enginn væri í honum á meðan á frímínútunum stóð. Þó nokkrir nemendur sögðu að aðrir nemendur en þeir ættu það til að fara heim í frímínútum til að kíkja í símann. „Sjálfsagt eru einhverjir sem þurfa kannski að komast heim og fá smá pásu frá skólanum og komast í símann. Ég veit það ekki. Það er allavega ekki stórt vandamál. Það eru allir í stuði hér og nóg af lífi á göngunum,“ sagði Hanna skólastjóri.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Grunnskólar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira