Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld og enski bikarinn

Sindri Sverrisson skrifar
Álftnesingar leika afar mikilvægan leik í kvöld gegn Þór úr Þorlákshöfn.
Álftnesingar leika afar mikilvægan leik í kvöld gegn Þór úr Þorlákshöfn. vísir/Hulda Margrét

Það er mikilvægur leikur á dagskrá í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld og umferðin verður svo gerð upp í Körfuboltakvöldi. Þessi helgi er svo tileinkuð enska bikarnum og þar er leikur á dagskrá í kvöld.

Sýn Sport Ísland

Álftanes og Þór Þorlákshöfn eru í harðri baráttu um að taka þátt í veislunni í vor í úrslitakeppninni í Bónus-deild karla í körfubolta. Þórsarar sitja rétt fyrir neðan úrslitakeppnina eins og er en geta náð Álftanesi með sigri. Eftir leikinn, eða um klukkan 21:25, mæta svo Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar hans með Körfuboltakvöld þar sem gleðin verður við völd.

Sýn Sport Viaplay

Enska bikarkeppnin í fótbolta verður í fullum gangi um helgina og í kvöld tekur Hollywood-lið Wrexham á móti Nottingham Forest, klukkan 19:30. Eftir miðnætti, eða klukkan 01:05, hefst svo útsending frá leik Jets og Kings í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×