Fleiri stelpur týndar en áður Telma Tómasson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2026 18:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður segir nýjum krökkum í hópi þeirra sem hann leitar að hafa fjölgað. Vísir/Lýður Valberg Nýjum einstaklingum hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár, í hópi barna með fjölþættan vanda sem lögreglan leitar að hverju sinni. Þá eru breytingar í kynjahlutföllum áberandi nú um stundir, týndar stúlkur voru marktækt fleiri en drengir á síðasta ári. Lögreglumaður segir þessa þróun ekki góða. Þegar á fyrstu dögum nýs árs voru leitarbeiðnir til lögreglu um týnd börn orðnar þrjár og þar af var einn nýr einstaklingur, sem ekki hafði komið við sögu í málaflokknum áður. Síðustu ár hefur hlutfall nýrra barna af heildinni sem leitað er að farið hækkandi. „Það er þróun sem hefst 2021. Helmingur af þeim sem ég var að leita að á hverju ári var nýr. En ef við tökum síðustu tvö ár, 2024 og 2025, þá eru 62 ný af þeim 81 sem ég leitaði að 2024 og 2025 eru 62 ný af 98. Árið 2023 er 51 nýr af 71, þannig að þetta hefur svolítið verið að fara í vonda átt,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Mun fleiri stúlkur en drengir Tölfræðin sýnir að stúlkum fjölgar í hópi týndra barna hraðar en drengjum um þessar mundir. Kynjahlutföll barna úr árgöngum 2001 til 2007 voru nánst jöfn, en breytingu má greina í árgöngunum sem koma þar á eftir. „Hóparnir sem eru að koma inn, [fædd] 2009, 2010, 2011 og 2012, þar eru stelpurnar bara að stinga af. Stærsti árgangurinn þar eru stelpurnar þrisvar sinnum fleiri en strákarnir. Þannig að þetta er ekki góð þróun.“ Væntingar til að fari að hægjast á Fjöldi leitarbeiðna eftir mánuðum er afar sveiflukenndur, að sögn Guðmundar, en meðaltal er þó lægst í febrúar og hæst í september þegar gögn eru skoðuð. Nú er langt jólaleyfi nýafstaðið, en í ár virðast krakkar vera að skila sér í þau úrræði sem fyrir hendi eru. „Allavega virðist vera því að beiðnirnar sem hafa komið eru ekki á krakka sem eru í slíkum leyfum. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að maður væri að reyna að finna þau því þau langaði ekki til baka,“ segir Guðmundur. Spretthópur ríkisstjórnarinnar í málefnum barna með fjölþættan vanda vinnur nú að greiningu á málaflokknum og styttast ætti í að tillögur liggi fyrir um úrbætur. Guðmundur hefur verið kallaður til, til upplýsinga- og ráðgjafar, en hann vonar að loforð ríkisvaldsins um aðgerðir séu ekki orðin tóm og að það fari að fækka í hópi hans ungu skjólstæðinga. „Væntingarnar eru til þess að það sé að hægjast á þessu en svo verður raunveruleikinn bara að koma í ljós.“ Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. 31. desember 2025 17:34 Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. 10. desember 2025 09:02 Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. 9. október 2025 19:37 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Þegar á fyrstu dögum nýs árs voru leitarbeiðnir til lögreglu um týnd börn orðnar þrjár og þar af var einn nýr einstaklingur, sem ekki hafði komið við sögu í málaflokknum áður. Síðustu ár hefur hlutfall nýrra barna af heildinni sem leitað er að farið hækkandi. „Það er þróun sem hefst 2021. Helmingur af þeim sem ég var að leita að á hverju ári var nýr. En ef við tökum síðustu tvö ár, 2024 og 2025, þá eru 62 ný af þeim 81 sem ég leitaði að 2024 og 2025 eru 62 ný af 98. Árið 2023 er 51 nýr af 71, þannig að þetta hefur svolítið verið að fara í vonda átt,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Mun fleiri stúlkur en drengir Tölfræðin sýnir að stúlkum fjölgar í hópi týndra barna hraðar en drengjum um þessar mundir. Kynjahlutföll barna úr árgöngum 2001 til 2007 voru nánst jöfn, en breytingu má greina í árgöngunum sem koma þar á eftir. „Hóparnir sem eru að koma inn, [fædd] 2009, 2010, 2011 og 2012, þar eru stelpurnar bara að stinga af. Stærsti árgangurinn þar eru stelpurnar þrisvar sinnum fleiri en strákarnir. Þannig að þetta er ekki góð þróun.“ Væntingar til að fari að hægjast á Fjöldi leitarbeiðna eftir mánuðum er afar sveiflukenndur, að sögn Guðmundar, en meðaltal er þó lægst í febrúar og hæst í september þegar gögn eru skoðuð. Nú er langt jólaleyfi nýafstaðið, en í ár virðast krakkar vera að skila sér í þau úrræði sem fyrir hendi eru. „Allavega virðist vera því að beiðnirnar sem hafa komið eru ekki á krakka sem eru í slíkum leyfum. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að maður væri að reyna að finna þau því þau langaði ekki til baka,“ segir Guðmundur. Spretthópur ríkisstjórnarinnar í málefnum barna með fjölþættan vanda vinnur nú að greiningu á málaflokknum og styttast ætti í að tillögur liggi fyrir um úrbætur. Guðmundur hefur verið kallaður til, til upplýsinga- og ráðgjafar, en hann vonar að loforð ríkisvaldsins um aðgerðir séu ekki orðin tóm og að það fari að fækka í hópi hans ungu skjólstæðinga. „Væntingarnar eru til þess að það sé að hægjast á þessu en svo verður raunveruleikinn bara að koma í ljós.“
Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. 31. desember 2025 17:34 Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. 10. desember 2025 09:02 Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. 9. október 2025 19:37 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. 31. desember 2025 17:34
Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. 10. desember 2025 09:02
Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. 9. október 2025 19:37