Körfubolti

Bað um að fara frá Kefla­vík

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valur Orri samdi við Keflavík fyrir tímabilið.
Valur Orri samdi við Keflavík fyrir tímabilið.

Valur Orri Valsson ákvað að rifta samningi sínum við Keflavík og mun því ekki leika með liðinu það eftir lifir tímabils í Bónus deild karla í körfubolta.

Valur Orri gekk til liðs við Keflavík frá Grindavík fyrir tímabilið en hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum. Hann verður 32 ára á árinu og er í leit að nýju félagi.

Valur er uppalinn Njarðvíkingur en spilaði áður með Keflavík frá 2011-16 og aftur frá 2020-23 eftir að hafa verið í háskóla í Bandaríkjunum.

„Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vill þakka honum innilega fyrir hans framlag á þeim tíma sem hann lék með liðinu og óskum honum alls hins besta í framtíðinni“ segir í tilkynningu félagsins.

Keflavík tekur á móti Ármanni í næstu umferð Bónus deildar karla. Leikurinn fer fram í Blue höllinni á fimmtudaginn klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á sportrásum Sýnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×