Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2026 07:29 Það er gríðarleg pressa á Alfreð Gíslasyni fyrir kvöldið en hann er öllu vanur. Getty/Sina Schuld Alfreð Gíslason hefur fengið óvægna gagnrýni eftir tap Þjóðverja gegn Serbum á EM í handbolta á laugardaginn. Hann þarf nú að stýra Þjóðverjum til sigurs gegn Spáni í kvöld. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Stefan Kretzschmar er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Alfreð og gekk svo langt að segja að „rútubílstjórinn eða sjúkraþjálfarinn hefði allt eins getað verið á hliðarlínunni“ gegn Serbum. Alfreð þótti gera risastór mistök gegn Serbum þegar hann tók leikhlé sekúndubrotum áður en Juri Knorr hefði jafnað metin í 26-26. Þjálfarinn var hins vegar líka gagnrýndur almennt fyrir skort á lausnum í sóknarleiknum, að hafa haldið Knorr utan vallar stóran hluta seinni hálfleiks, og að liðið skyldi glutra niður fjögurra marka forskoti. Nú er staðan sú að Þýskaland verður að vinna Spán í kvöld til að komast áfram í milliriðla. Ef að Serbía vinnur fyrst Austurríki, í fyrri leik kvöldsins, er ljóst að Þýskaland þarf á að minnsta kosti þriggja marka sigri að halda gegn Spánverjum. Miklar vonir voru bundnar við Þjóðverja, sem unnu silfur á Ólympíuleikunum 2024 undir stjórn Alfreðs, fyrir mótið og Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, sagði í aðdraganda EM að ef illa færi yrði staða Alfreðs til skoðunar. Hann er þó með samning sem gildir fram yfir HM í Þýskalandi sem fram fer eftir eitt ár. „Alfreð þjálfaði hörmulega“ Kretzschmar, Pascal Hens og Michael Kraus voru meðal þeirra sem fóru mikinn eftir tapið gegn Serbum, í hlaðvarpsþætti sínum Harzblut. „Alfreð, hann þjálfaði hörmulega. Hann þjálfaði hörmulega. Þið getið skrifað það niður,“ fullyrti Kraus og Hens fann til með leikmönnum þýska liðsins sem honum þótti Alfreð hafa brugðist: „Mér fannst strákana vanta leiðsögn af hliðarlínunni. Þannig blasti þetta við mér. Ég vorkenndi þeim eiginlega,“ sagði Hens. Kraus tók undir og sagði leikmönnum greinilega ekki hafa liðið vel og talaði um „algjört kaos“ og skort á sköpunargleði í sókninni, samkvæmt þýskum miðlum. „Þetta gengur ekki svona. Að spila svona takmarkaðan sóknarleik er ekki nóg til að vinna til verðlauna,“ sagði Kraus og Kretzschmar tók undir. „Ég er hræddur varðandi það hvernig við spilum sóknarleikinn.“ EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Stefan Kretzschmar er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Alfreð og gekk svo langt að segja að „rútubílstjórinn eða sjúkraþjálfarinn hefði allt eins getað verið á hliðarlínunni“ gegn Serbum. Alfreð þótti gera risastór mistök gegn Serbum þegar hann tók leikhlé sekúndubrotum áður en Juri Knorr hefði jafnað metin í 26-26. Þjálfarinn var hins vegar líka gagnrýndur almennt fyrir skort á lausnum í sóknarleiknum, að hafa haldið Knorr utan vallar stóran hluta seinni hálfleiks, og að liðið skyldi glutra niður fjögurra marka forskoti. Nú er staðan sú að Þýskaland verður að vinna Spán í kvöld til að komast áfram í milliriðla. Ef að Serbía vinnur fyrst Austurríki, í fyrri leik kvöldsins, er ljóst að Þýskaland þarf á að minnsta kosti þriggja marka sigri að halda gegn Spánverjum. Miklar vonir voru bundnar við Þjóðverja, sem unnu silfur á Ólympíuleikunum 2024 undir stjórn Alfreðs, fyrir mótið og Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, sagði í aðdraganda EM að ef illa færi yrði staða Alfreðs til skoðunar. Hann er þó með samning sem gildir fram yfir HM í Þýskalandi sem fram fer eftir eitt ár. „Alfreð þjálfaði hörmulega“ Kretzschmar, Pascal Hens og Michael Kraus voru meðal þeirra sem fóru mikinn eftir tapið gegn Serbum, í hlaðvarpsþætti sínum Harzblut. „Alfreð, hann þjálfaði hörmulega. Hann þjálfaði hörmulega. Þið getið skrifað það niður,“ fullyrti Kraus og Hens fann til með leikmönnum þýska liðsins sem honum þótti Alfreð hafa brugðist: „Mér fannst strákana vanta leiðsögn af hliðarlínunni. Þannig blasti þetta við mér. Ég vorkenndi þeim eiginlega,“ sagði Hens. Kraus tók undir og sagði leikmönnum greinilega ekki hafa liðið vel og talaði um „algjört kaos“ og skort á sköpunargleði í sókninni, samkvæmt þýskum miðlum. „Þetta gengur ekki svona. Að spila svona takmarkaðan sóknarleik er ekki nóg til að vinna til verðlauna,“ sagði Kraus og Kretzschmar tók undir. „Ég er hræddur varðandi það hvernig við spilum sóknarleikinn.“
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira