Innlent

Mark­verð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á lands­vísu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fylgi flokkanna hefur verið á töluverðri hreyfingu í könnunum undanfarið og sumir mega betur við una en aðrir.
Fylgi flokkanna hefur verið á töluverðri hreyfingu í könnunum undanfarið og sumir mega betur við una en aðrir. Vísir/Anton

Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun frá Maskínu um fylgi flokka á landsvísu. Í henni er að finna áhugaverð tíðindi og við fáum viðbrögð við þeim tíðindum í hádegisfréttum okkar klukkan tólf.

Þá fjöllum við um átök í borgarstjórn um skýrslu um Félagsbústaði sem trúnaður ríkir um og ný áform meirihlutans um uppbyggingu í félagslega húsnæðiskerfinu. 

Að auki segjum við frá ráðstefnu World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss þessa dagana en þar er komu Bandaríkjaforseta beðið með nokkurri óþreyju. Ásælni hans í Grænland verður væntanlega mikið rædd á ráðstefnunni. 

Í sportpakkanum verður frækinn sigur Íslands gegn erkifjendunum í Ungverjalandi í gærkvöldi gerður upp.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 21. janúar 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×