Innlent

Vinnu­slys þar sem maður „missti höndina inn í vals“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla stöðvaði nokkurn fjölda ökumanna í nótt, aðallega vegna aksturs undir áhrifum.
Lögregla stöðvaði nokkurn fjölda ökumanna í nótt, aðallega vegna aksturs undir áhrifum. vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vinnuslys þar sem maður hafði „misst vinstri höndina inn í vals“ og slasast á þremur fingrum. Var hann fluttur á bráðamóttöku.

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Alls voru 53 mál skráð í kerfi lögreglu á vaktinni en einn gisti fangageymslur í morgun.

Að minnsta kosti níu voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum, þeirra á meðal einn sem réðist á lögreglumann og sló í andlitið. Var sá handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um umferðarslys í póstnúmerinu 113 og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði og innbrot í fyrirtæki í póstnúmerinu 110. Þá var einn handtekinn í annarlegu ástandi í miðborginni. Neitaði hann að segja til nafns og var því vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×